Categories
Fréttir

Sam­tal og sam­vinna get­ur skilað ár­angri

Deila grein

29/01/2019

Sam­tal og sam­vinna get­ur skilað ár­angri

Átakshópur um aukið fram­boð á íbúðum og aðrar aðgerðir til að bæta stöðu á hús­næðismarkaði kynnti nýverið tillögur sínar. Hóp­ur­inn skilaði af sér 40 til­lög­um sem all­ar eru til þess falln­ar að bæta stöðu á hús­næðismarkaði. Til­lög­urn­ar varða allt frá al­mennu íbúðakerfi, hús­næðis­fé­lög­um og leigu­vernd, til skipu­lags- og bygg­ing­ar­mála, sam­göngu­innviða og rík­is­lóða, auk upp­lýs­inga­mála og eft­ir­lits­mála ým­iss kon­ar.

Niðurstaða hóps­ins er að tölu­verður skort­ur er á hús­næði hér landi, hvort sem er í þétt­býli eða dreif­býli, en sem stend­ur vant­ar á bil­inu 5.000-8.000 íbúðir á land­inu öllu. Um 10.000 nýj­ar íbúðir eru á leið á markaðinn á næstu þrem­ur árum en vegna fyr­ir­sjá­an­legr­ar fólks­fjölg­un­ar mun okk­ur vanta í kring­um 2.000 íbúðir í upp­hafi árs 2022.
Vinna hóps­ins gekk vel og ég hef sagt að hún sé mik­il­væg­ur liður í sam­tali rík­is­stjórn­ar­inn­ar, sveit­ar­fé­laga og heilda­sam­taka á vinnu­markað fyr­ir yf­ir­stand­andi kjaraviðræður. All­ir hags­munaaðilar eru sam­mála um að tryggja þurfi aukið fram­boð íbúða á hag­kvæm­an og skjót­virk­an hátt og bæta stöðu þeirra sem standa höll­um fæti á hús­næðismarkaði, ekki síst stöðu leigj­enda. Þetta skrifar Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, í grein í Morgunblaðinu 26. janúar.
Verk­efnið fram und­an er stórt en í góðu sam­starfi við aðila vinnu­markaðar og aðra hags­munaaðila er ég sann­færður um að við get­um náð til­ætluðum ár­angri. Hús­næðistil­lög­urn­ar sem kynnt­ar voru eft­ir sam­ráð stjórn­valda og aðila vinnu­markaður eru góðar. Þær sýna okk­ur að sam­tal og sam­vinna get­ur skilað ár­angri. Stjórn­völd eru til­bú­inn til sam­tals um frek­ari út­færsl­ur þess­ara til­lagna og um önn­ur mik­il­væg mál sem tengj­ast kjara­mál­um. En for­senda slíks er auðvitað alltaf sú að aðilar vinnu­markaðar nái sam­an um skyn­sam­leg­ar lausn­ir sín á milli. Ég er sann­færður um að ef all­ir leggj­ast á eitt er mögu­legt að ná hag­stæðri niður­stöðu þess­ara mála.
Grein Ásmundar Einars Daðasonar í heild sinni má lesa hér.