Categories
Greinar

Verk að vinna

Deila grein

30/01/2019

Verk að vinna

Áskor­an­ir ís­lensks land­búnaðar eru marg­ar ótví­ræðar. Sá tolla­samn­ing­ur sem tók hér gildi í maí sl. hef­ur í för með sér að 97,4% af tolla­skránni í heild sinni eru orðin toll­frjáls. Það litla sem eft­ir er er á lækkuðum tolli. Þetta mun óhjá­kvæmi­lega auka sam­keppni á inn­lend­um kjöt­markaði. Á sama tíma hang­ir óvissa um af­nám frystiskyld­unn­ar yfir bænd­um, mikl­ar óhag­stæðar geng­is­sveifl­ur og lok­an­ir markaða í Evr­ópu – ekki síst í Nor­egi – hafa valdið al­gjör­um markaðsbresti. Allt þetta og fleira til hef­ur valdið því að raun­verð til sauðfjár­bænda hef­ur lækkað um 38% frá 2015. Það er ljóst að hér er verk að vinna.

Sauðfjár­bænd­ur upp­lifa mik­inn vel­vilja í garð fram­leiðslu sinn­ar, enda er hún ein­stök á heims­mæli­kv­arða. En það er ekki nóg. Upp­runa­merk­ing­ar þurfa að vera næg­ar og skýr­ar og eft­ir­lit með þeim þarf að vera til staðar, ekki síst í veit­ing­a­rekstri og þjón­ustu. Þá má hvergi slá slöku við að upp­lýsa al­menn­ing um sér­stöðu ís­lensks land­búnaðar, þann ein­staka stofn sem hvorki étur sýkla­lyf né horm­óna.

Það er mikið hags­muna­mál að slát­ur- og kjötiðnaður fái að þró­ast til auk­inn­ar hagræðing­ar til þess stand­ast sam­keppni. Staðreynd­in er sú að ís­lensk slát­ur­hús eru ör­fyr­ir­tæki í alþjóðleg­um sam­an­b­urði en nú kem­ur sam­keppn­in ein­mitt þaðan – að utan. Þing­menn Fram­sókn­ar hafa nú lagt fram frum­varp þess efn­is að und­an­skilja afurðastöðvar í kjötiðnaði ákvæðum sam­keppn­islaga eins og þekk­ist reynd­ar víða um heim. Þetta er gert til þess að fyr­ir­tæk­in geti sam­nýtt og hagrætt í rekstri sín­um sem von­andi skil­ar sér á end­an­um í hærra afurðaverði til bænda og lægra verði til neyt­enda. Málið er fram­fara-, sam­vinnu-, og hags­muna­mál neyt­enda sem og bænda.

Það er staðreynd að fákeppni rík­ir á inn­an­lands­markaði í kjöti [DK1]. Þær radd­ir sem tala á móti því að ís­lensk­ur kjöt­markaður verði und­anþeg­inn þessu sam­keppnisákvæði benda á að það komi sér illa fyr­ir neyt­end­ur og hækki verð á mat­væl­um. Sam­keppni verði bara til þess að bænd­ur aðlagi sig breyttu um­hverfi með betri vöru og hag­kvæm­ari fyr­ir neyt­end­ur.

Hag­ur neyt­enda snýst einnig um að hér sé áfram gott og vist­vænt inn­lent kjöt sem lýt­ur ströng­um heil­brigðis­kröf­um, ásamt því að bera miklu minna kol­efn­is­spor held­ur en inn­flutt kjöt. Fákeppni í versl­un hér á landi er ekki nein trygg­ing fyr­ir vist­væn­um kjöt­markaði á viðráðan­legu verði. Með þessu frum­varpi er verið að tryggja ís­lensk­um neyt­end­um áfram góð mat­væli sem tikka í öll box krafna hér­lend­is.

Halla Signý Kristjánsdóttir, alþingismaður.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 30. janúar 2019.