Categories
Fréttir Greinar

Samvinnuhreyfingin á alþjóðavísu

Deila grein

05/05/2025

Samvinnuhreyfingin á alþjóðavísu

Árið 2025 hjá Sam­einuðu þjóðunum er til­einkað sam­vinnu­hreyf­ing­um um heim all­an und­ir yf­ir­skrift­inni: „Sam­vinna um betri heim“. Lögð er áhersla á já­kvæð áhrif sam­vinnu­fé­laga og hvernig þeim hef­ur tek­ist að koma lausn­ir á mörg­um áskor­un­um sam­tím­ans.

Sam­vinnu­hreyf­ing­in á ræt­ur sín­ar að rekja til þess upp­róts sem kom í kjöl­far iðnbylt­ing­ar­inn­ar. Mestu efna­hags­legu fram­far­ir hag­sög­unn­ar eiga upp­runa sinn að rekja til iðnbylt­ing­ar­inn­ar en þar fer hag­vöxt­ur sam­fé­laga fyrst af stað. Hins veg­ar voru vinnuaðstæður og kjör verka­fólks­ins oft afar bág­bor­in og sem svar við þessu ástandi tók fólk sig sam­an og stofnaði sam­vinnu­fé­lög, þ.e. fyr­ir­tæki í eigu og und­ir stjórn fé­lag­anna, sem tóku ákv­arðanir og deildu jafnt arði fé­lags­ins. Fæðing­arstaður sam­vinnu­hreyf­ing­ar­inn­ar er í Rochdale á Eng­land en árið 1844 stofnaði hóp­ur 28 vefara og hand­verks­manna versl­un sem seldi gæðavör­ur á sann­gjörnu verði. Í Frakklandi boðaði Char­les Fourier sam­fé­lags­lega sam­hjálp og sam­vinnu. Í Þýskalandi störfuðu Friedrich Raif­feisen og Her­mann Schulze-Delitzsch að stofn­un lána­sam­vinnu­fé­laga til stuðnings bænd­um og hand­verks­mönn­um. Í Banda­ríkj­un­um voru sett á lagg­irn­ar sam­vinnu­fé­lög í tengsl­um við land­búnað, þar sem bænd­ur tóku sig sam­an til að fá betra verð á vör­um sín­um og samn­inga um inn­kaup og dreif­ingu. Sam­vinnu­hreyf­ing­in á Íslandi á ræt­ur sín­ar að rekja til árs­ins 1882, þegar stofnað var Kaup­fé­lag Þing­ey­inga. Kjör bænda höfðu farið versn­andi, og ein­kennd­ust af háu vöru­verði og ein­ok­un kaup­manna. Sam­vinnu­hreyf­ing­in á Íslandi hef­ur verið veiga­mik­ill þátt­ur í at­vinnu- og fé­lags­mál­um þjóðar­inn­ar í yfir eina og hálfa öld. Níu kaup­fé­lög eru starf­rækt á Íslandi í dag.

Um 3 millj­ón­ir sam­vinnu­fé­laga eru starf­andi í heim­in­um í dag. Allt frá stór­fyr­ir­tækj­um í vel­ferðarsam­fé­lög­um til sam­yrkju­fé­laga í fá­tæk­um lönd­um. Fé­lags­menn eru um 1,2 millj­arðar og starfs­fólk er um 280 millj­ón­ir. Til hins fé­lags­lega hag­kerf­is telj­ast svo marg­vís­leg önn­ur fé­lags­drif­in fyr­ir­tæki og óhagnaðardrif­in fé­lög sem sam­an­lagt eru veru­leg­ur hluti af efna­hags­um­svif­um heims­ins.

Sam­vinnu­formið má nýta mun bet­ur. Á síðasta þing­vetri var samþykkt lög­gjöf um sam­vinnu­fé­lög. Þetta er fyrsta heild­ar­end­ur­skoðunin á lög­un­um í ára­tugi. Ein veiga­mesta breyt­ing­in var að auðvelda stofn­un sam­vinnu­fé­lags. Lág­marks­fjöldi stofn­enda var lækkaður í þrjá úr 15. Þessi breyt­ing end­ur­spegl­ar að sum verk­efni nú­tím­ans geta haf­ist með fá­menn­um hópi sem þó hef­ur þörf fyr­ir sam­vinnu­formið. Ég hvet lands­menn til að kynna sér sam­vinnu­hreyf­ing­una bet­ur á ári henn­ar hjá Sam­einuðu þjóðunum og hvaða tæki­færi fel­ast í henni. Sam­einuðu þjóðirn­ar leggja mikið upp úr getu sam­vinnu­fé­laga til að stuðla að vel­sæld sem flestra í sam­fé­lag­inu.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, vara­formaður Fram­sókn­ar og fv. viðskiptaráðherra.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 3. maí 2025.