Categories
Fréttir

SEF hefur vetrarstarfið

Deila grein

05/09/2018

SEF hefur vetrarstarfið

Samband eldri Framsóknarmanna (SEF) er að hefja vetrarstarf sitt á næstu dögum. Mikilvægt verður að virkja eldri félagsmenn í spennandi starf sem framundan er í góðu samstarfi við kjörna fulltrúa flokksins um land allt. Víðsvegar er úrbóta þörf og mikilvægt að ná utan um verkefni er þarfnast úrlausna sem fyrst.
Mikilvægi þess að losna við skerðingar á tekjum eldri borgara hefur verið ofarlega á baugi í umræðunni og aldursfordómar sem fólk mætir ekki síst á vinnumarkaði. Skoða þarf alvarlega að aldursviðmið fyrir töku á ellilífeyri verði ekki hækkað frá því sem nú er enda ljóst að fólk eftir fimmtugt á iðulega í erfiðleikum með að fá vinnu. Fólk á þessum aldri sem hefur menntun, reynslu, getu og vilja til að vinna fær það ekki vegna aldursfordóma. Eins hefur verið rætt um að með sama hætti og jafnað er kynjahlutföll þá gæti reynst mikilvægt að jafna aldursbil hjá ríkinu.
SEF hélt aðalfund sinn snemmsumars og var Drífa Sigfúsdóttir kjörin formaður sambandsins. Aðrir í stjórn eru:
Ólafur Hjálmarsson, Hafnarfirði
Kristinn Snævar Jónsson, Reykjavík
Þórunn Kolbeins Matthíasdóttir, Garðabæ
Sigurlaug Þóra Gunnarsdóttir, Akureyri
Varastjórn:
Vilhjálmur Sörli Pétursson, Árborg
Þórey Anna Matthíasdóttir, Hafnarfirði
Jóngeir H. Hlinason, Vogum
Loks eru fulltrúar úr öllum kjördæmum í trúnaðarráði SEF.