Categories
Fréttir

Sigmundur Davíð: Árangurinn leggur okkur ábyrgð og skyldur á herðar – árangur þjóða byggir á hugarfarinu

Deila grein

21/11/2015

Sigmundur Davíð: Árangurinn leggur okkur ábyrgð og skyldur á herðar – árangur þjóða byggir á hugarfarinu

Sigmundur-davíðMiðstjórnarfundur Framsóknarflokksins var haldinn dagana 20.-21. nóvember í Vogum á Vatnsleysuströnd. Fundurinn var ákaflega vel sóttur og fór fram mikið og gott hópastarf þar sem fjölmörg málefni voru brotin til mergjar. Mikil áhersla var lögð á málefni aldraðra og húsnæðismál á fundinum og voru fundarmenn einhuga um mikilvægi þess.
Upp úr hádegi í dag flutti Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins yfirlitsræðu sína.
Í ræðu sinni beindi Sigmundur Davíð sjónum að mikilvægi hugarfarsins og því að velgengni legði aukna ábyrgð og skyldur á herðar Íslendinga.
Forsætisráðherra sagði að árangur Íslands væri einstakur, hvort sem litið væri til einstakra þátta uppbyggingar innanlands eða til alþjóðlegs samanburðar um efnahagsmál. Um 15000 ný störf hafi skapast á kjörtímabilinu, spáð væri rúmlega 5% hagvexti, fjárfesting væri að aukast víða um land, atvinnuleysi væri komið niður í um 3%, verðbólga hefði verið minni og stöðugari en um langt skeið og að kjarabætur í formi kaupmáttaraukningar væru nú meiri en áður hafi sést á svo stuttum tíma.
Sagði Sigmundur að þetta sýndi án þess að um verði villst að það skipti máli hverjir stjórna. Munurinn á þessari ríkisstjórn og þeirri síðustu séu meira en 1500 milljarðar þegar talið sé saman árangur af áætlun um afnám hafta, því að ekki voru lagðar hundruða milljarða Icesave skuldir á almenning og svo árangurinn af efnahagsstjórninni og hallalausum rekstri ríkissjóðs á yfirstandandi kjörtímabili. Munurinn liggi í efnahagslegum hremmingum annars vegar og hins vegar hraðasta efnahagsárangri sem landið hafi séð marga áratugi aftur í tímann.
Sigmundur sagði að við eigum að leyfa okkur að tala um þessa hluti á jákvæðan hátt, og að í því felist alls ekki að litið sé fram hjá þeirri staðreynd að enn sé margt sem þurfi að bæta. Það að við höfum náð árangri á þessum sviðum sýni einmitt að við höfum tækifæri til að gera enn betur og lagfæra það sem enn má betur fara. Það sé því ekki óviðeigandi að tala um t.d. að á Íslandi sé hvað minnst fátækt í Evrópu því að það sýni okkur að við getum náð árangri og minnkað fátækt hér enn meira og útrýmt henni. Þannig geri það að viðurkenna árangurinn okkur hvatning til að gera enn betur.
Þessi árangur hafi náðst með þeim lausnum sem Framsóknarmenn hafi boðað. Þær lausnir séu sumar stórar og róttækar en aðrar snúist um að skapa öryggi, fyrirsjáanleika og jákvæða hvata. Þegar árangur hafi náðst sé svo nauðsynlegt að sýna ábyrgð til að verja árangurinn og til að byggja á honum, það gefi tækifæri til að halda áfram á sömu braut.
[fusion_builder_container hundred_percent=”yes” overflow=”visible”][fusion_builder_row][fusion_builder_column type=”1_1″ background_position=”left top” background_color=”” border_size=”” border_color=”” border_style=”solid” spacing=”yes” background_image=”” background_repeat=”no-repeat” padding=”” margin_top=”0px” margin_bottom=”0px” class=”” id=”” animation_type=”” animation_speed=”0.3″ animation_direction=”left” hide_on_mobile=”no” center_content=”no” min_height=”none”]

Mynd: Jón Ingi Gíslason
Mynd: Jón Ingi Gíslason

Sigmundur vitnaði til orða John F. Kennedy forseta Bandaríkjanna sem sagði í innsetningarræðu landsmönnum sínum að spyrja ekki hvað landið gæti gert fyrir þá heldur hvað þeir gætu gert fyrir landið. Tímabært sé fyrir okkur á Íslandi að huga að þessum boðskap.
Of algengt sé að fyrst og fremst sé lögð áhersla á réttindi en síður á skyldur og ábyrgð, slíkt geti reynst dragbítur á framfarir þegar til lengdar er litið. Flestir séu mjög meðvitaðir um réttindi sín og um það séu gerðar miklar kröfur, en tímabært væri að spyrja hvort við sem samfélag séum nógu meðvituð um skyldur okkar og ábyrgð?
Þannig sé oft rætt um skyldur ríkis og sveitarfélaga við einstaklinga og fyrirtæki, og þær séu vissulega mikilvægar, einnig sé gjarnan minnst á samfélagslega ábyrgð fyrirtækja, sem að sönnu sé misjanft hvernig er uppfyllt. Hins vegar sé í þessu samhengi of lítið horft til ábyrgðar og skyldna einstaklinga sem séu ekki síður mikilvægar en réttindi. Einstaklingar hafi ekki mikilvægar samfélagslegar skyldur og ábyrgð gagnvart bæði meðborgurum og landinu.
Sigmundur sagði að árangur þjóða byggðist að stórum hluta á hugarfari. Íslendingar hefðu í gegn um tíðina komist mjög langt á hugarfari vinnusemi, samheldni, skyldurækni við landið og samfélagið, vitund um söguna, heiðarleika, fórnfýsi og æðruleysi. Slíkt hugarfar hefði ráðið því að hér byggðist sterkt samfélag sem hafi getað sótt fram þrátt fyrir fámenni og áföll, nýtt tækifærin sem í boði voru til að byggja sterkan grunn og í krafti þess sótt fram.
Ísland sé á grunni slíks hugarfars nú í efstu sætum í alþjóðlegum samanburði yfir þjóðir þegar litið sé til lífsgæða, öryggis, jafnréttis og margra fleiri þátta, eins og vel sé þekkt.
Í ljósi slíks árangurs komi á óvart að stundum sé mest bölsótast yrir því sem gengur best. Tvö dæmi megi nefna í því sambandi, sjávarútveg og umhverfismál. Íslenskur sjávarútvegur sé best rekni innan OECD, í raun sá eini sem ekki er ríkisstyrktur. Jafnvel í Noregi séu greiddar tugþúsundir króna með hverju lönduðu tonni. Þessum árangri eigi að fagna og byggja á honum. Það þýði hins vegar ekki að ekki megi gera betur bæði varðandi rekstur fyrirtækjanna og lagfæra fiskveiðistjórnunarkerfið. En til að það verði best gert þurfi allir aðilar að nálgast málið af ábyrgð. Sama gildi um umhverfismálin, þar sem Ísland sé í sérflokki hvað varðar framleiðslu og nýtingu á grænni endurnýjanlegri orku. Samt sé gjarnan talað eins og Íslendingar séu einhverjir mestu umhverfissóðar í Evrópu.  Að sjálfsögðu þurfi að vinna að bótum í þessum málaflokkum eins og öðrum og þar séu full tækifæri til þess.
Sigmundur sagði það sérstaklega varhugavert þegar upp úr slíku hugarfari spryttu jafnvel stjórnmálaflokkar sem vilji ekki aðeins að einstaklingar fríi sig ábyrgð heldur að samfélagið allt afsali sér ábyrgð gagnvart erlendu valdi. Þar nefndi hann sem dæmi ákall stuðningsmanna Evrópusambandsaðildar um að Íslendingar þyrftu að „flytja inn aga“ með því að flytja stjórn landsmála til ESB að sögn vegna þess að sagan sýndi að Íslendingar væru ekki færir um að stjórna sér sjálfir.  Einnig sé það furðulegt þegar stefna stjórnmálaflokka geri beinlínis ráð fyrir því að þeir taki ekki ábyrgð á neinu, þeir sækist eftir völdum en segist svo ætla að láta embættismenn stjórna á milli þjóðaratkvæðagreiðslna.
[/fusion_builder_column][fusion_builder_column type=”1_1″ background_position=”left top” background_color=”” border_size=”” border_color=”” border_style=”solid” spacing=”yes” background_image=”” background_repeat=”no-repeat” padding=”” margin_top=”0px” margin_bottom=”0px” class=”” id=”” animation_type=”” animation_speed=”0.3″ animation_direction=”left” hide_on_mobile=”no” center_content=”no” min_height=”none”]
Mynd: Eygló Harðardóttir
Mynd: Eygló Harðardóttir

Sigmundur benti á að Framsóknarflokkurinn hefði lagt til óhefðbundnar lausnir á óhefðbundnum vandamálum og fylgt þeim eftir og menn sæu nú árangurinn af þeim. Skuldir heimilanna hafi til dæmis verið um 108% af landsframleiðslu þegar unnið var að útfærslu leiðréttingarinnar. Nú ári eftir að leiðréttingin komst í framkvæmd sé hlutfallið komið niður fyrir 90% og skuldir Íslenskra heimila miðað við ráðstöfunartekjur séu nú orðnar lægri en í Danmörku, Noregi og Finnlandi og svipaðar og í Svíþjóð. Það sé árangur sem máli skiptir, ekki bara fyrir heimilin heldur allt efnahagslíf landsins.
Að leggja fram skýra stefnu og fylgja henni svo fast eftir í framkvæmd sé grundvallaratriði í því að takast á hendur þær skyldur og ábyrgð sem árangurinn legi á herðar þeirra sem starfa í stjórnmálum.
Sigmundur fór að lokum yfir þá umræðu sem enn færi nokkuð fyrir varðandi möguleika á upptöku evru, þrátt fyrir að ljóst hlyti að vera að slíkt væri út af borðinu. Sagði hann að ekki þyrfti að líta alla leið til Grikklands eða Spánar í því samhengi, nægilegt væri að líta til þess vanda sem evran skapar vinaþjóð okkar og nágrönum Finnum, sem nú er fjallað töluvert um í erlendum fjölmiðlum. Þrátt fyrir að Finnland sé á pappírunum ein samkeppnishæfasta þjóð Evrópu þar sem mikil áhersla sé lögð á menntun og nýsköpun og tækniþróun hafi verið gríðarlega hröð, þá skapi það Finnum nú mikinn efnahagslegan vanda að vera með gjaldmiðil sem er festur við hagkerfi annarra ríkja. Þannig geti Finnar ekki leyft sínu eigin efnahagslífi að aðlagast eins og nauðsynlegt er til að bregðast hratt við niðursveiflunni. Afleiðingin sé meira atvinnuleysi og meiri niðursveifla, hægari bati. Á þessum samanburði megi sjá hvaða jákvæðu hliðar það hefur haft fyrir Ísland að hafa gjaldmiðil sem hefur gert okkur kleift að vinna úr vandanum.
Sigmundur minntist þess að lokum að framsóknarmaðurinn John F. Kennedy hafi lokið innsetningarræðu sinni með þeim orðum að þau verkefni sem fyrir dyrum stæðu yrðu ekki kláruð á fyrstu hundrað dögunum, ekki fyrstu þúsund dögunum, ekki á kjörtímabilinu og jafnvel ekki á líftíma þeirra sem þar sætu. En einmitt þess vegna væri svo mikilvægt að byrja strax að vinna.
Og Íslendingar hefðu það nú sér til framdráttar að við værum þegar byrjuð. Og þess vegna væri svo mikilvægt að halda áfram af festu og með því hugarfari sem lengst af hefði vísað Íslendingum veginn til framfara.
Sigmundur lauk máli sínu undir dynjandi lófataki fundarmanna sem risu úr sætum sem einn maður.[/fusion_builder_column][/fusion_builder_row][/fusion_builder_container]