Categories
Fréttir

Sigurður Ingi vill segja upp tollasamningi við ESB

En hvernig tryggj­um við ör­ugg­an aðgang að inn­lend­um mat­væl­um? Það þarf aug­ljós­lega að grípa til í það minnsta þeirra aðgerða sem nefnd­ar hafa verið til þess að bæta af­komu bænda. Svo höf­um við val. Rík­is­stjórn­in styður við frum­kvæði um að velja ís­lenskt. Átakið „Láttu það ganga“ er gott og gilt, styður við inn­lenda fram­leiðslu og skap­ar störf. Reglu­verkið um upp­runa­merk­ing­ar þarf að vera skýr­ara. Að ein­hverju leyti er framtíð land­búnaðar í hönd­um hvers og eins. Ef við vilj­um fá ör­ugg­an, ómengaðan og holl­an mat á borðið – fyr­ir börn­in okk­ar og for­eldra sem og okk­ur sjálf – þá eig­um við að geta gert kröfu í versl­un­inni, á veit­ingastaðnum og mötu­neyt­inu um upp­runa­merk­ing­ar. Við höf­um val. Íslenskt – já takk, segir Sigurður Ingi.

Deila grein

10/10/2020

Sigurður Ingi vill segja upp tollasamningi við ESB

Sigurður Ingi Jóhannssonsamgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og formaður Framsóknarflokksins, segir í grein í Morgunblaðinu í dag að skoðun sín sé að segja eigi upp tollasamningi við ESB. Ríkisstjórnin sé með það til skoðunar að segja eigi þessum ESB-tollasamningi upp, segir Sigurður Ingi enn fremur. Mjólk­uriðnaður­inn og „afurðastöðvar í kjöti“, hafi ekki nýtt tæki­fær­in sem samn­ing­ur­inn skapaði þeim og að Bret­land sé gengið úr ESB.

Eft­ir­litið þarf að virka. Þær frétt­ir ber­ast þessi miss­er­in að þar sé allt í skötu­líki. Inn­flutn­ings­fyr­ir­tæk­in kom­ist upp með að brjóta tolla­samn­ing­inn með rangri flokk­un á vör­um, jafn­vel svo árum skipti. Af­leiðing­in eru und­an­skot á toll­um, jafn­vel svo nem­ur hundruðum millj­óna, án þess að nokk­ur eft­ir­lits- og ábyrgðaraðili bregðist við. Það er ekki hægt að sætta sig við að samn­ing­ar séu brotn­ir, þannig skekk­ist sam­keppni við bænd­ur, sam­keppni milli fyr­ir­tækja sem halda sig inn­an laga og hinna sem svíkj­ast um að greiða op­in­ber gjöld og snuða þannig al­menn­ing beint. Þetta þarf að rann­saka.

Að auki hef­ur orðið forsendubrestur eft­ir að samn­ing­ur­inn komst á. Ann­ars veg­ar hafa þeir sem fóru fram á að samn­ing­ar yrðu gerðir, mjólk­uriðnaður­inn og „afurðastöðvar í kjöti“, ein­hverra hluta vegna ekki nýtt tæki­fær­in sem samn­ing­ur­inn skapaði þeim. Hins veg­ar er Bret­land gengið úr ESB – eða í þann mund að gera það. Það er því mín skoðun og til skoðunar inn­an ríkisstjórnarinnar að það eigi að segja þess­um ESB-tolla­samn­ingi upp, segir Sigurður Ingi.

Landbúnaður – hvað er til ráða? er í yfirskrift greinar Sigurðar Inga. Segir hann landbúnað á Íslandi standa á kross­göt­um og hafi gert í þó nokk­ur ár. „Neyslu­breyt­ing­ar al­menn­ings, auk­in alþjóðleg sem og inn­lend sam­keppni og breytt­ur rík­is­stuðning­ur (minni beinn fram­leiðsl­u­stuðning­ur) hafa valdið lægri tekj­um á fram­leiðslu­ein­ingu hjá bænd­um. Á móti hafa vax­andi ferðamanna­fjöldi, ný­sköp­un í störf­um á lands­byggðinni og stærri bú vegið á móti,“ segir Sigurður Ingi. 

Nefnir Sigurður Ingi að landsmenn sýni mikinn stuðning við inn­lenda fram­leiðslu og þá hafi auk­in krafa um minna kol­efn­is­fót­spor, minni lyfja­notk­un, meiri sjálf­bærni og meiri holl­ustu ýtt und­ir fram­leiðslu ís­lenskra bænda.

En hvernig tryggj­um við ör­ugg­an aðgang að inn­lend­um mat­væl­um? Það þarf aug­ljós­lega að grípa til í það minnsta þeirra aðgerða sem nefnd­ar hafa verið til þess að bæta af­komu bænda. Svo höf­um við val. Rík­is­stjórn­in styður við frum­kvæði um að velja ís­lenskt. Átakið „Láttu það ganga“ er gott og gilt, styður við inn­lenda fram­leiðslu og skap­ar störf. Reglu­verkið um upp­runa­merk­ing­ar þarf að vera skýr­ara. Að ein­hverju leyti er framtíð land­búnaðar í hönd­um hvers og eins. Ef við vilj­um fá ör­ugg­an, ómengaðan og holl­an mat á borðið – fyr­ir börn­in okk­ar og for­eldra sem og okk­ur sjálf – þá eig­um við að geta gert kröfu í versl­un­inni, á veit­ingastaðnum og mötu­neyt­inu um upp­runa­merk­ing­ar. Við höf­um val. Íslenskt – já takk, segir Sigurður Ingi.