Categories
Fréttir

Skapa áform um friðlýsingu ný tækifæri á Úthéraði?

Deila grein

18/07/2019

Skapa áform um friðlýsingu ný tækifæri á Úthéraði?

Líneik Anna Sævarsdóttir, alþingismaður, segir að vel hafi tekist til við með uppbyggingu aðstöðu ferðamanna við Goðafoss í Þingeyjarsveit og að áform um friðlýsingu jarðanna Heyskála, Hrafnabjarga og Unaóss í Hjaltastaðarþinghá gætu skapað ný tækifæri á Úthéraði. Þetta kemur fram í yfirlýsingu hennar í dag.
Líneik Anna spyr, „skapa áform um friðlýsingu ný tækifæri á Úthéraði“ og „hvaða tækifæri og áskoranir fylgja friðlýsingu þessara jarða.“
Á áformuðu friðlýstu svæði jarðanna Heyskála, Hrafnabjarga og Unaóss í Hjaltastaðarþinghá er afar fjölbreytt landslag þar sem fjöll, klettar og björg, víkur og tangar setja mikinn svip á landslagið. Víða má sjá berghlaup og grjótjökla, en frægast þeirra er Stórurð undir Dyrfjöllum. Að Stórurð liggur vinsæl gönguleið frá Vatnsskarði.

Svæðið er að hluta innan Úthéraðs þar sem fuglalíf er mjög fjölbreytt og meðal annars að finna tegundir sem ná alþjóðlegum verndarviðmiðum. Enn fremur eru á svæðinu merkar sögulegar minjar, m.a. gamall verslunarstaður og höfn við Krosshöfða og Stapavík.
Frestur til að skila athugasemdum og ábendingum við áformin er til 18. september 2019, með tölvupósti á netfangið ust@ust.is eða senda með pósti til Umhverfisstofnunar, Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík.