Categories
Fréttir

Skoska þingið sótt heim!

Deila grein

31/01/2020

Skoska þingið sótt heim!

Silja Dögg Gunnarsdóttir, alþingismaður Framsóknar í Suðurkjördæmi og formaður Norðurlandaráðs, segir Skota vera „að kanna hvaða leiðir þeir geta farið inn í framtíðina og ekki síst í utanríkismálum.“ Þetta kemur í fram í viðtali á ruv.is í dag.
„Utanríkismál eru þó enn í höndum breska ríkisins. Breska stjórnin hefur sagt að það komi ekki til greina að heimila Skotum að efna til atkvæðagreiðslu um sjálfstæði,“ segir Silja Dögg.

„Silja Dögg Gunnarsdóttir, forseti Norðurlandaráðs, og Oddný G. Harðardóttir, varaforseti, fóru í dag í opinbera heimsókn í skoska þingið í Edinborg. Þetta er í fyrsta skipti sem forseti Norðurlandaráðs heimsækir Skotland formlega,“ segir í frétt ruv.is.