Categories
Fréttir

Skólaakstur og malarvegir

Deila grein

04/02/2020

Skólaakstur og malarvegir

Líneik Anna Sævarsdóttir, alþingismaður Framsóknar í Norðausturkjördæmi, vekur athygli á svari við fyrirspurn um „skólaakstur og malarvegi“ í yfirlýsingu í dag.

„Lengsti skólaakstur á möl er 43,5 km um Bárðardal, á Norðurlandi vestra eru flest börn sem fara langar leiðir daglega á möl en of mörg börn á Vesturlandi, Vestfjörðum, Norðurlandi og Austurlandi fara allt of langa leið á möl daglega. Hver eru ásættanleg viðmið; 10, 15, 20 km aðra leiðina?,“ segir Líneik Anna.

En samgönguáætlun hefur verið viðfangsefni Líneikar Önnu þessa dagana. Og bendir hún jafnframt á hversu ábyggilegar rauntölur séu fengnar aðeins úr lögregluskýrslum er slysaskráning Samgöngustofu byggjast á.

„Hvað þá með slys þar sem björgunarsveitir, bændur eða aðrir vegfarendur redda málum?“