Categories
Fréttir

Skriður kominn á uppbyggingu íbúðarhúsnæðis á landsbyggðinni

„Tilvist Bríetar leigufélags hefur heldur betur sannað sig og er félagið ásamt hlutdeildarlánum að rjúfa stöðnun sem ríkt hefur á húsnæðismarkaði víða á landsbyggðinni í árum saman. Þá tryggir tilvist félagsins líka að nú er hægt að bregðast hratt við húsnæðisþörf á Seyðisfirði eftir náttúruhamfarirnar þar í desember. Í gær var undirritað samkomulag um byggingu sex íbúða þar með hraði og tækifæri eru til þess að byggja enn fleiri íbúðir á næstunni ef þörf reynist á. Bríet hefur einnig nýlega auglýst eftir samstarfsaðilum um byggingu hagkvæmra íbúða á Fáskrúðsfirði og Djúpavogi og bygging er hafin á íbúðum á Vopnafirði,“ sagði Líneik Anna að lokum.

Deila grein

04/02/2021

Skriður kominn á uppbyggingu íbúðarhúsnæðis á landsbyggðinni

Líneik Anna Sævarsdóttir, alþingismaður, benti á að nú væri kominn skriður á uppbyggingu íbúðarhúsnæðis á landsbyggðinni sem Framsóknarflokkurinn hefur unnið, að með einum eða öðrum hætti, frá 2013. Þetta kom fram í ræðu hennar í störfum þingsins á Alþingi í gær.

„Uppbygging íbúðarhúsnæðis á landsbyggðinni er komin á skrið eftir langt hlé. Það er m.a. að þakka leigufélaginu Bríeti sem tók til starfa í mars 2019 en leigufélagið er mikilvægur liður í úrbótum á húsnæðismarkaði sem Framsóknarflokkurinn hefur unnið að með einum eða öðrum hætti frá 2013 og nú eru komnar til framkvæmda. Ný Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur það hlutverk að stuðla að stöðugleika á húsnæðismarkaði og tryggja almenningi aðgengi að viðunandi húsnæði á viðráðanlegu verði, hvort sem er á eignar- eða leigumarkaði,“ sagði Líneik Anna.

Bríeti er ætlað að vera hluti af uppbyggingu og styrkingu leigumarkaðar sem stuðlar að búsetuöryggi með sérstakri áherslu á landsbyggðina. Félagið vinnur með sveitarfélögum og langtímamarkmið þess er að stuðla að nýsköpun og uppbyggingu þar sem þörf er á húsnæði á landsbyggðinni.

„Félagið er sjálfstætt starfandi og er áhersla á rekstur og útleigu íbúða til lengri tíma en félagið byggir eða kaupir eldra húsnæði til endurbóta og kaupir og selur, til að vera í takt við þarfir á markaði á hverjum stað og tíma.“

„Tilvist Bríetar leigufélags hefur heldur betur sannað sig og er félagið ásamt hlutdeildarlánum að rjúfa stöðnun sem ríkt hefur á húsnæðismarkaði víða á landsbyggðinni í árum saman. Þá tryggir tilvist félagsins líka að nú er hægt að bregðast hratt við húsnæðisþörf á Seyðisfirði eftir náttúruhamfarirnar þar í desember. Í gær var undirritað samkomulag um byggingu sex íbúða þar með hraði og tækifæri eru til þess að byggja enn fleiri íbúðir á næstunni ef þörf reynist á. Bríet hefur einnig nýlega auglýst eftir samstarfsaðilum um byggingu hagkvæmra íbúða á Fáskrúðsfirði og Djúpavogi og bygging er hafin á íbúðum á Vopnafirði,“ sagði Líneik Anna að lokum.