Categories
Fréttir

„Stærri skref hafa ekki verið stigin í heilbrigðismálum á Suðurnesjum um langt árabil“

Deila grein

18/10/2023

„Stærri skref hafa ekki verið stigin í heilbrigðismálum á Suðurnesjum um langt árabil“

Jóhann Friðrik Friðriksson, alþingismaður, vakti máls, í störfum þingsins, á ályktun um heilbrigðismál á aðalfundi Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum nýverið, í henni „var skorað á ríkisvaldið að viðhalda og efla kröftuga uppbyggingu heilbrigðisþjónustu á Suðurnesjum.“

Fór Jóhann Friðrik í framhaldi yfir þá gríðarlegu uppbyggingu sem er að eiga sér stað í heilbrigðismálum á svæðinu.

„Nú standa yfir framkvæmdir við viðbyggingu við hjúkrunarheimilið Nesvelli og var sá samningur stækkaður úr 60 rýmum í 80 rými.
Í fyrra var ný röntgendeild opnuð formlega á HSS og nýtt röntgentæki hefur verið tekið í notkun. Þann 3. október vígði heilbrigðisráðherra nýja slysa- og bráðamóttöku sem er bylting í starfseminni. Við sama tækifæri var opnuð ný 19 rýma sjúkradeild og hjúkrunardeildin var einnig uppfærð. Í byrjun ágúst var ný einkarekin heilsugæsla opnuð við Aðaltorg sem bæði mun létta álagi af HSS og auka þjónustustig svæðisins til muna. Nýtt húsnæði hefur verið tekið í notkun fyrir geðheilbrigðisteymi HSS og bygging á nýrri heilsugæslustöð í Innri-Njarðvík var boðin út í sumar. Einnig er unnið að betri aðstöðu og þjónustu í öðrum þéttbýliskjörnum á Suðurnesjum,“ sagði Jóhann Friðrik.

„Samstaðan um betri heilbrigðisþjónustu hefur verið þverpólitísk, bæði á Alþingi og á sveitarstjórnarstiginu. Ég fullyrði að stærri skref hafa ekki verið stigin í heilbrigðismálum á Suðurnesjum um langt árabil og munu allir íbúar finna fyrir þeim árangri sem náðst hefur og er í farvatninu á næstu misserum, okkur öllum til heilla,“ sagði Jóhann Friðrik að lokum.


Ræða Jóhanns Friðriks í heild sinni á Alþingi:

„Virðulegi forseti. Í ályktun um heilbrigðisþjónustu á aðalfundi Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum nýverið var skorað á ríkisvaldið að viðhalda og efla kröftuga uppbyggingu heilbrigðisþjónustu á Suðurnesjum. Ég vil í því sambandi fara aðeins yfir þá gríðarlegu uppbyggingu sem er að eiga sér stað í heilbrigðismálum á svæðinu. Nú standa yfir framkvæmdir við viðbyggingu við hjúkrunarheimilið Nesvelli og var sá samningur stækkaður úr 60 rýmum í 80 rými. Í fyrra var ný röntgendeild opnuð formlega á HSS og nýtt röntgentæki hefur verið tekið í notkun. Þann 3. október vígði heilbrigðisráðherra nýja slysa- og bráðamóttöku sem er bylting í starfseminni. Við sama tækifæri var opnuð ný 19 rýma sjúkradeild og hjúkrunardeildin var einnig uppfærð. Í byrjun ágúst var ný einkarekin heilsugæsla opnuð við Aðaltorg sem bæði mun létta álagi af HSS og auka þjónustustig svæðisins til muna. Nýtt húsnæði hefur verið tekið í notkun fyrir geðheilbrigðisteymi HSS og bygging á nýrri heilsugæslustöð í Innri-Njarðvík var boðin út í sumar. Einnig er unnið að betri aðstöðu og þjónustu í öðrum þéttbýliskjörnum á Suðurnesjum.

Virðulegi forseti. Samstaðan um betri heilbrigðisþjónustu hefur verið þverpólitísk, bæði á Alþingi og á sveitarstjórnarstiginu. Ég fullyrði að stærri skref hafa ekki verið stigin í heilbrigðismálum á Suðurnesjum um langt árabil og munu allir íbúar finna fyrir þeim árangri sem náðst hefur og er í farvatninu á næstu misserum, okkur öllum til heilla.“