Categories
Fréttir Greinar

Stærsta hagsmunamálið

Deila grein

19/10/2024

Stærsta hagsmunamálið

Það er ábyrgðahluti að sitja í rík­is­stjórn Íslands. Á und­an­förn­um árum höf­um við í Fram­sókn ein­beitt okk­ur að því að horfa fram á veg­inn, vera á skófl­unni og vinna vinn­una í þágu ís­lenskra hags­muna. Við höf­um haldið okk­ur fyr­ir utan reglu­legt hnútukast milli annarra stjórn­mála­flokka og reynt að ein­blína frek­ar á verk­efn­in og finna á þeim hag­felld­ar lausn­ir fyr­ir land og þjóð.

Ég er stolt af þeim ár­angri sem náðst hef­ur á ýms­um sviðum þjóðlífs­ins á und­an­förn­um árum. Margt hef­ur áunn­ist þótt það séu fjöl­mörg tæki­færi til þess að gera bet­ur. Þannig er gang­ur lífs­ins.

Lægri verðbólga og lækk­un vaxta eru stærsta hags­muna­mál heim­ila og fyr­ir­tækja um þess­ar mund­ir. Það voru já­kvæð tíðindi þegar Seðlabank­inn lækkaði vexti nú í byrj­un mánaðar. Slíkt ger­ist ekki af sjálfu sér. Lyk­il­atriði á næstu vik­um er að tryggja að at­b­urðarás­in á næst­unni verði ekki til þess að tefja vaxta­lækk­un­ar­ferlið. Fram­sókn mun ekki láta sitt eft­ir liggja í þing­inu til að tryggja að skyn­sam­leg fjár­lög verði samþykkt, líkt og boðað er í því fjár­laga­frum­varpi sem fjár­mála- og efna­hags­ráðherra hafði mælt fyr­ir fyrr í haust. Leiðarljós þess eru að ná niður verðbólgu og bæta þannig kjör heim­ila og fyr­ir­tækja. Það er skoðun okk­ar að traust sam­spil pen­inga­stefnu Seðlabanka Íslands, op­in­berra fjár­mála og aðila vinnu­markaðar­ins sé lyk­il­for­senda þess að stuðla að stöðugu verðlagi og skapa skil­yrði fyr­ir lækk­un verðbólgu og vaxta. Í þágu þessa þarf for­gangs­röðun í op­in­ber­um fjár­mál­um sem kall­ast á við aðgerðir stjórn­valda í þágu lang­tíma­kjara­samn­inga á vinnu­markaði, sem snúa að því að fjár­festa í fólki.

Það eru áhuga­verðir tím­ar í ís­lensk­um stjórn­mál­um um þess­ar mund­ir. Það er skylda okk­ar sem störf­um á þeim vett­vangi að tak­ast á við stöðuna af ábyrgð og festu enda er til mik­ils að vinna að ná mjúkri lend­ingu í hag­kerf­inu. Það er heiður að starfa í umboði kjós­enda lands­ins og vinna í þágu ís­lenskra hags­muna. Í kom­andi kosn­ing­um munu flokk­arn­ir óska eft­ir end­ur­nýjuðu umboði til þess að sitja á Alþingi Íslend­inga. Við í Fram­sókn erum klár í bát­ana og vél­arn­ar hafa verið ræst­ar, til­bú­in til að leggja okk­ur öll áfram fram til þess að gera sam­fé­lagið betra en það var í gær.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra og vara­formaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 19. október 2024.