Categories
Fréttir

Stjórnmálaályktun framsóknarmanna í Suðurkjördæmi

Deila grein

17/10/2013

Stjórnmálaályktun framsóknarmanna í Suðurkjördæmi

Stjórnmálaályktun Kjördæmisþing framsóknarfélaganna í Suðurkjördæmi Vík í Mýrdal 11.-12. október 2013

framsóknKjördæmisþing framsóknarfélaganna í Suðurkjördæmi lýsir ánægju með góðan árangur sem flokkurinn náði í kjördæminu og á landsvísu í alþingiskosningum í vor. Sá árangur er ekki síst að þakka sterku baklandi, öflugum frambjóðendum og skynsamlegum máflutningi. Þingið fagnar myndun ríkisstjórnar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks, en telur mikilvægt að hún lúti forystu Framsóknarmanna.
Kjördæmisþing framsóknarfélaganna í Suðurkjördæmi hvetur almenna flokksmenn og sveitarstjórnarmenn að huga í tíma að kosningum á vori komandi. Í þeirri vinnu skal gildum Framsóknarflokksins haldið á lofti og byggja skal á góðum árangri sem náðist í alþingiskosningunum í vor.
Kjördæmisþing framsóknarfélaganna á Suðurkjördæmi leggur áherslu á að vinnu við leiðréttingu á forsendubresti húsnæðislána verði hraðað eftir því sem kostur er. Með því móti er brugðist við réttmætum væntingum kjósenda Framsóknarflokksins. Um leið munu eignastaða og lífskjör batna.
Kjördæmisþing framsóknarfélaganna í Suðurkjördæmi leggur áherslu á að framfylgja stefnu Framsóknarflokksins í byggðamálum sem samþykkt var á síðasta flokksþingi og er í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Aukin forgangsröðun verkefna í héraði og mikilvægara hlutverk sveitastjórna og heimamanna á hverjum stað. Lögð verði áhersla á jafnrétti til búsetu og íbúar fái notið þeirrar grunnþjónustu sem krafist er í nútímasamfélagi. Trygg raforka, jöfnuður í orkukostnaði og aðgangur að hágæða netsambandi er meginforsenda fjölbreyttrar atvinnuuppyggingar á landsvísu.
Kjördæmisþing framsóknarfélaganna í Suðurkjördæmi fagnar vegabótum sem gerðar hafa verið á þjóðveginum með tvöföldun hluta vegarins um Suðurlandsveg. En gera þarf betur í þessum efnum og klára verkefnið. Brýnt er að bæta veglínur við Höfn í Hornafirði og Vík í Mýrdal. Einnig er mikil þörf á að útrýma einbreiðum brúm á hringveginum og byggja upp mikið ekna tengivegi kjördæmisins. Stóraukin fjöldi ferðamanna og almenn umferð um kjördæmið útheimtir betri samgöngur , auknar áherslur á umferðaröryggi og öflugri löggæslu.
Kjördæmisþing framsóknarfélaganna í Suðurkjördæmi fagnar forgangsröðun ríkisstjórnar í uppbyggingu löggæslunnar í landinu. Þingið hvetur þingmenn flokksins og ríkisstjórn að standa vörð um grunnþjónustu löggæslunnar.
Kjördæmisþing framsóknarfélaganna í Suðurkjördæmi leggur áherslu á trausta heilbrigðisþjónustu óháð búsetu. Mikilvægt er að samráð sé haft við heimamenn þegar ráðist er í breytingar á heilbrigðisþjónustunni. Stjórnvöld eru hvött til að endurskoða áform um innritunargjald á sjúkrahús. Kjördæmisþingið lýsir sérstökum áhyggjum af ástandinu á Heilbrigðisstofnunum í kjördæminu. Standa þarf vörð um grunnþjónustu í heilbrigðismálum kjördæmisins. Huga þarf að sjúkraflutningum í þessu samhengi.
Kjördæmisþing framsóknarfélaganna í Suðurkjördæmi leggur áherslu á að menntasetur í kjördæminu verði efld. Markmiðið ætti að vera að sem flestir ljúki framhaldsskólamenntun sem næst sinni heimabyggð. Kjördæmisþingið hvetur stjórnvöld til að skoða þann möguleika að niðurgreiða námslán þeirra sem ljúka háskólanámi og vilja setjast að og starfa í jaðarbyggðum á landsbyggðinni. Sérstaklega ef skortur er á einstaklingum með viðkomandi menntun, eins og til dæmis læknum.
Kjördæmisþing framsóknarfélaganna í Suðurkjördæmi fagnar ákvörðun um hærra ásetningshlutfall í sauðfjárrækt og að greiðslumark mjólkurframleiðslu verði aukið á næsta ári. Kjördæmisþingið telur að mikil tækifæri felist í íslenskri matvælaframleiðslu og hvetur stjórnvöld í samstarfi við framleiðendur að tryggja að þau tækifæri fari ekki forgörðum. Kjördæmisþingið lýsir ánægju sinni með aukinn hlut innlendrar framleiðslu í fóðuröflun og skorar á stjórnvöld að hlúa sérstaklega að tækifærum í þeim efnum.
Kjördæmisþing framsóknarfélaganna í Suðurkjördæmi fagnar áformum landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra um að setja af stað vinnu við endurskoðun á lögum um stjórn fiskveiða. Við lagasetninguna er brýnt að Alþingi tryggi að samningstími um nýtingu auðlindarinnar verði hæfilega langur. Og að afgjald til þjóðarinnar fyrir sameiginlega auðlind verði sanngjarnt og þrengi ekki um of að rekstrarhæfi atvinnugreinarinnar.
Kjördæmisþing framsóknarfélaganna í suðurkjördæmi leggur áherslu á að hlúð verði að nýsköpun og atvinnuuppbyggingu í kjördæminu og þó sérstaklega á Suðurnesjum þar sem atvinnuleysi er hvað mest. Þingið hvetur til áframhaldandi uppbyggingar í ferðaþjónustu og lýsir yfir stuðningi við fyrirhugaða gjaldtöku af ferðamönnum og gjaldi fyrir auðlindanýtingu.
Kjördæmisþing framsóknarfélaganna í Suðurkjördæmi minnir á rætur Framsóknarflokksins; hann er grænn umhverfissinnaður flokkur. Standa ber vörð um náttúru Íslands, en um leið og rétturinn er tryggður til að njóta hennar, er mikilvægt að hugað sé að nýtingu til heilla fyrir samfélagið allt. Í þeim efnum er sjálfbærni lykilatriðið svo ekki sé gengið á rétt komandi kynslóða.
Kjördæmisþing framsóknarfélaganna í Suðurkjördæmi fagnar vegabótum sem gerðar hafa verið á þjóðveginum með tvöföldun hluta vegarins um Suðurlandsveg. En gera þarf betur í þessum efnum og klára verkefnið. Brýnt er að bæta veglínur við Höfn í Hornafirði og Vík í Mýrdal. Einnig er mikil þörf á að útrýma einbreiðum brúm á hringveginum og byggja upp mikið ekna tengivegi kjördæmisins. Stóraukin fjöldi ferðamanna og almenn umferð um kjördæmið útheimtir betri samgöngur , auknar áherslur á umferðaröryggi og öflugri löggæslu.