Categories
Fréttir Greinar

„Stökktu í djúpu laugina! Áfram Ísland”

Deila grein

07/08/2024

„Stökktu í djúpu laugina! Áfram Ísland”

Ólymp­íu­leik­arn­ir í Par­ís standa sem hæst um þess­ar mund­ir. Við erum stolt af okk­ar ís­lensku þátt­tak­end­um, sem hafa staðið sig afar vel og náð tak­marki sínu sem íþrótta­fólk. Tvennt er mér sér­stak­lega hug­leikið í tengsl­um við leik­ana: ann­ars veg­ar frammistaða og viðtal við sund­kapp­ann Ant­on Svein Mckee, og hins veg­ar banda­ríska fim­leika­kon­an Simo­ne Biles.

Ant­on Sveinn McKee komst áfram í undanúr­slit í 200 metra bring­u­sundi og synti á 2:10,36 sem var ní­undi besti tím­inn í und­an­rás­un­um. Hann náði hins veg­ar ekki að kom­ast í úr­slit og hafnaði í 15. sæti. Þetta er einkar góður ár­ang­ur hjá íþrótta­mann­in­um sem hef­ur æft þrot­laust síðustu ár. Viðtalið sem var tekið við hann hjá RÚV fangaði at­hygli mína, og sér­stak­lega þá skila­boðin hans til allra sem vilja láta drauma sína ræt­ast. Ant­on talaði um mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp, sama hversu erfiðar aðstæður geta verið. Hann minnti á að ár­ang­ur næst ekki á einni nóttu, held­ur þarf feiki­lega vinnu og hug­rekki til að stíga út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann. Sam­hliða því ræddi hann um veg­ferðina á Ólymp­íu­leik­ana og það þroska­ferli. Skila­boð Ant­ons voru að lífs­ins veg­ur snýst ekki endi­lega að ná sett­um mark­miðum, held­ur frem­ur að gera ávallt sitt besta.

Ég hef fylgst afar vel með fim­leik­um frá unga aldri. Ég æfði sjálf fim­leika og fylgd­ist náið með Nadiu Comă­neci í Moskvu 1980 og svo Mary Lou Rett­on í Los Ang­eles 1984. Báðar voru stór­kost­leg­ar í fim­leik­um og afar gam­an að fylgj­ast með þeim. Simo­ne Biles er í dag fremsta fim­leika­kona ver­ald­ar og það hafa verið al­gjör for­rétt­indi að fylgj­ast með henni þessa Ólymp­íu­leika og hversu sterk hún hef­ur komið til baka eft­ir áfallið í Tókýó. Heim­ildaþátt­ur­inn á streym­isveit­unni Net­flix um hana er líka einkar áhuga­verður, en þar er farið yfir ævi­skeið henn­ar og hvernig hún fjall­ar um þau áföll sem hún hef­ur upp­lifað. Markverðast er þó hversu op­in­skátt hún ræðir þessi mál og hvernig hún hef­ur sigr­ast á hverri áskor­un og endað sem eitt stærsta nafn fim­leika­sög­unn­ar.

Það sem ger­ir Simo­ne Biles enn sér­stæðari er hæfn­in henn­ar til að vera opin um and­legu heils­una sína. Í Tókýó 2020 tók hún þá erfiðu ákvörðun að draga sig úr keppni til að gæta eig­in heilsu, sem vakti mikla at­hygli og umræður um mik­il­vægi and­legs heil­brigðis í íþrótt­um. Hún hef­ur síðan þá orðið tákn fyr­ir mik­il­vægi þess að setja and­lega heilsu í for­gang, jafn­vel þegar und­ir er mik­ill þrýst­ing­ur að utan.

Þetta íþrótta­fólk á það sam­eig­in­legt að vera ein­lægt, ein­beitt og vinnu­samt. Eig­in­leik­ar sem búa til traust­an jarðveg fyr­ir að ná ár­angri. Loka­orðin frá Ant­oni Sveini, þegar hann hvet­ur okk­ur öll til að elta drauma okk­ar með því að: „Stökkv­um í djúpu laug­ina. Áfram Ísland!“

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra og vara­formaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 6. ágúst 2024.