Categories
Fréttir Greinar

Stórmál sem þarf að klára

Deila grein

15/08/2024

Stórmál sem þarf að klára

Auðlind­ir og nýt­ing þeirra er eitt af stærstu hags­muna­mál­um hvers þjóðrík­is og gæta ber þeirra í hví­vetna. Það stytt­ist í að Alþingi komi sam­an að nýju eft­ir sum­ar­leyfi til þess að fjalla um hin ýmsu mál­efni. Fyr­ir þing­inu að þessu sinni mun meðal ann­ars liggja fyr­ir frum­varp um rýni á fjár­fest­ing­um er­lendra aðila vegna þjóðarör­ygg­is og alls­herj­ar­reglu. Með orðinu rýni í þessu sam­hengi er átt við grein­ing­ar og mat á því hvort að viðskiptaráðstaf­an­ir sem tryggja er­lend­um aðilum eign­araðild, veru­leg áhrif eða yf­ir­ráð yfir at­vinnu­fyr­ir­tækj­um eða fast­eigna­rétt­ind­um hér á landi, ógni þjóðarör­yggi eða alls­herj­ar­reglu.

Gild­andi lög­gjöf um þessi mál er kom­in til ára sinna og er for­gangs­mál að úr því verði bætt enda er Ísland orðið eft­ir­bát­ur helstu sam­an­b­urðaríkja í þess­um efn­um. Þannig hafa til að mynda flest ríki á Evr­ópska efna­hags­svæðinu og aðild­ar­ríki Efna­hags- og fram­fara­stofn­un­ar­inn­ar (OECD) sett lög­gjöf sam­bæri­lega þeirri sem lögð er til með frum­varp­inu. End­ur­spegl­ar þessi þróun í sam­an­b­urðarlönd­um okk­ar meðal ann­ars fjöl­breytt­ar og sí­breyti­leg­ar áskor­an­ir í ör­ygg­is­mál­um sem opið og alþjóðlegt viðskiptaum­hverfi get­ur leitt af sér, meðal ann­ars ógn­um sem geta steðjað að grund­vall­ar ör­ygg­is­hags­mun­um ríkja og spretta af fjár­magns­hreyf­ing­um milli landa. Í tíð minni sem ut­an­rík­is­ráðherra árið 2016 fékkst samþykkt fyrsta þjóðarör­ygg­is­stefn­an fyr­ir Ísland sem stjórn­völd­um var falið að fylgja eft­ir, en í henni er meðal ann­ars lögð áhersla á að vernda virkni mik­il­vægra innviða og styrkja áfallaþol sam­fé­lags­ins gagn­vart hvers kyns ógn við líf og heilsu fólks, um­hverfi, eign­ir og innviði.

Leiðar­stefið í frum­varp­inu um rýni á fjár­fest­ing­um er­lendra aðila er samþætt­ing sjón­ar­miða um mik­il­vægi er­lendra fjár­fest­inga fyr­ir efna­hags­lífið ann­ar­s­veg­ar og hins veg­ar að er­lend­ar fjár­fest­ing­ar í mik­il­væg­um innviðum og ann­arri sam­fé­lags­lega mik­il­vægri starf­semi, sem skil­greind eru sem viðkvæm svið, séu í sam­ræmi við þjóðarör­yggi og alls­herj­ar­reglu. Þar und­ir falla meðal ann­ars innviðir sem tengj­ast orku, hita­veitu, vatns- og frá­veitu, sam­göng­um, flutn­ing­um, fjar­skipt­um, sta­f­ræn­um grunn­virkj­um, fjár­mála­kerfi, vörn­um lands­ins, stjórn­kerfi, land­helg­is­gæslu, al­manna­vörn­um, lög­gæslu, neyðar- og viðbragðsþjón­ustu, rétt­ar­vörslu og heil­brigðis­kerfi. Einnig út­veg­un eða fram­leiðsla á mik­il­væg­um aðföng­um, þ.m.t. í tengsl­um við orku eða hrá­efni eða vegna fæðuör­ygg­is. Að sama skapi nær frum­varpið yfir nýt­ingu vatns­orku, jarðvarma, vindorku, náma og annarra jarðefna í þjóðlend­um, en ýms­ar hindr­an­ir eru í nú­gild­andi lög­gjöf um nýt­ingu nátt­úru­auðlinda, meðal ann­ars í gegn­um leyf­is­veit­inga­ferli og tak­mörk­un­um á er­lendu eign­ar­haldi, líkt og í sjáv­ar­út­vegi. Und­ir viðkvæm svið sam­kvæmt frum­varp­inu fell­ur einnig meðhöndl­un mik­il­vægra trúnaðar­upp­lýs­inga og veru­legs magns viðkvæmra per­sónu­upp­lýs­inga sem og þjón­usta á sviði netör­ygg­is í þágu mik­il­vægra innviða svo dæmi séu tek­in.

Mik­il­vægt er að fram­kvæmd rýn­inn­ar sé skil­virk og slái í takt við það sjón­ar­mið að er­lend fjár­fest­ing er mik­il­væg ís­lensku hag­kerfi. Það er brýnt að Alþingi klári þetta stór­mál á kom­andi þingi, þar sem ís­lensk­ir hags­mun­ir verða hafðir að leiðarljósi.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra og vara­formaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 15. ágúst 2024.