Categories
Fréttir

Stórt skref fyrir Vestmannaeyjar – en aðeins fyrsta skrefið

Deila grein

14/12/2022

Stórt skref fyrir Vestmannaeyjar – en aðeins fyrsta skrefið

„Í gær bárust fréttir af því að áætlunarflug flugfélagsins Ernis til Vestmannaeyja verði hafið að nýju í kjölfar samkomulags félagsins við innviðaráðuneytið. Flogið verður þrisvar í viku og gildir samningurinn til 1. apríl.“ sagði Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, alþingismaður, í störfum þingsins.

Fyrir tveimur árum var reglulegt flug til og frá Eyjum lagt niður í kjölfar heimsfaraldurs Covid. Eftirspurnin fór minnkandi og rekstrargrundvöllur fyrir fluginu fór dvínandi. Eftir það var flug til og frá Eyjum í miklu uppnámi og íbúar Vestmannaeyja fundu fyrir því.

„Lengi hafa íbúar Vestmannaeyja kallað eftir bættum samgöngum til og frá Eyjum en bættar samgöngur af þessu tagi eru afar mikilvægar fyrir íbúa og atvinnulíf þar. Einnig er flugið liður í því að tryggja lágmarksþjónustu yfir vetrarmánuðina,“ sagði Hafdís Hrönn.

„Að hafa náð þessu samkomulagi er sigur fyrir Vestmannaeyjar, Flugfélagið Erni og innviðaráðherra. Þar njóta allir góðs af. Einnig megum við ekki gleyma því að reglulegt flug til og frá Eyjum er mikilvægt öryggismál, að hafa tvær mögulegar samgönguleiðir þar sem ein þeirra er fljótt flug beint til Reykjavíkur, sem getur skipt sköpum þegar íbúar þurfa t.d. að sækja nauðsynlega þjónustu þaðan. Að auki hafa margir nýtt sér flug til og frá Eyjum þegar óvissa er í áætlunarferðum Herjólfs sem getur verið þegar það er vont í sjóinn, sérstaklega yfir vetrartímann“

„Virðulegi forseti. Þetta er stórt skref fyrir Vestmannaeyjar en þetta er aðeins fyrsta skrefið. Við eigum að tryggja Eyjamönnum tryggar samgönguleiðir til frambúðar og finna varanlegar lausnir. Það er mikið fagnaðarefni að Ernir hafi tekið að sér að þjónusta svæðið aftur og vonandi er hægt að byggja upp flug til og frá Vestmannaeyjum til frambúðar með fleiri flugferðum í viku hverri. Ég vil óska Vestmannaeyingum og innviðaráðherra til hamingju með þetta fyrsta skref í samkomulaginu,“ sagði Hafdís Hrönn að lokum.


Ræða Hafdísar Hrannar á Alþingi:

„Virðulegur forseti. Í gær bárust fréttir af því að áætlunarflug flugfélagsins Ernis til Vestmannaeyja verði hafið að nýju í kjölfar samkomulags félagsins við innviðaráðuneytið. Flogið verður þrisvar í viku og gildir samningurinn til 1. apríl. Fyrir tveimur árum var reglulegt flug til og frá Eyjum lagt niður í kjölfar heimsfaraldurs Covid. Eftirspurnin fór minnkandi og rekstrargrundvöllur fyrir fluginu fór dvínandi. Eftir það var flug til og frá Eyjum í miklu uppnámi og íbúar Vestmannaeyja fundu fyrir því. Lengi hafa íbúar Vestmannaeyja kallað eftir bættum samgöngum til og frá Eyjum en bættar samgöngur af þessu tagi eru afar mikilvægar fyrir íbúa og atvinnulíf þar. Einnig er flugið liður í því að tryggja lágmarksþjónustu yfir vetrarmánuðina. Að hafa náð þessu samkomulagi er sigur fyrir Vestmannaeyjar, Flugfélagið Erni og innviðaráðherra. Þar njóta allir góðs af. Einnig megum við ekki gleyma því að reglulegt flug til og frá Eyjum er mikilvægt öryggismál, að hafa tvær mögulegar samgönguleiðir þar sem ein þeirra er fljótt flug beint til Reykjavíkur, sem getur skipt sköpum þegar íbúar þurfa t.d. að sækja nauðsynlega þjónustu þaðan. Að auki hafa margir nýtt sér flug til og frá Eyjum þegar óvissa er í áætlunarferðum Herjólfs sem getur verið þegar það er vont í sjóinn, sérstaklega yfir vetrartímann.

Virðulegi forseti. Þetta er stórt skref fyrir Vestmannaeyjar en þetta er aðeins fyrsta skrefið. Við eigum að tryggja Eyjamönnum tryggar samgönguleiðir til frambúðar og finna varanlegar lausnir. Það er mikið fagnaðarefni að Ernir hafi tekið að sér að þjónusta svæðið aftur og vonandi er hægt að byggja upp flug til og frá Vestmannaeyjum til frambúðar með fleiri flugferðum í viku hverri. Ég vil óska Vestmannaeyingum og innviðaráðherra til hamingju með þetta fyrsta skref í samkomulaginu.“