Categories
Fréttir

Hópurinn sem fær ekki alltaf mikla athygli

Deila grein

14/12/2022

Hópurinn sem fær ekki alltaf mikla athygli

Ágúst Bjarni Garðarsson, alþingismaður, ræddi í störfum þingsins um hóp er fái ekki alltaf mikla athygli. Sagði hann hópinn mæta til vinnu, sjá um börnin, séu þau til staðar, elda matinn og borga reikninga. Þetta sé lífsins gangur dag eftir dag, viku eftir viku, mánuð eftir mánuð.

„Ég leyfi mér að segja að þetta sé hópurinn sem telur sig ekki vera í þeirri stöðu að geta kvartað eða hafa yfir höfuð rétt á því að kvarta,“ sagði Ágúst Bjarni.

„Þau sem þessum hópi tilheyra eru ekki á meðal þeirra tekjulægstu en eru ólík og bera oft mikið álag. Hér er ég m.a. að tala um ungt fólk sem er að koma undir sig fótunum í lífinu á sama tíma og það er að ljúka námi, mögulega að eignast börn, fara í fæðingarorlof, koma sér þaki yfir höfuðið eða jafnvel stækka við sig.“

Sagði hann að á sama tíma sé ungt fólk að byggja upp atvinnuferil með tilheyrandi kröfum um að standa sig vel.

„Þetta tímabil í lífi fólks getur verið allt í senn hið ánægjulegasta og hið kvíðvænlegasta. Við þurfum að huga að þessu fólki og ríkisstjórnin hefur nú kynnt aðgerðir til að styðja við markmið samninga um að verja kaupmátt og lífskjör launafólks ásamt því að skapa forsendur fyrir stöðugleika í efnahagsmálum, m.a. lækkun vaxta.

Aðgerðir stjórnvalda styðja enn frekar við lífskjör millitekjufólks og er það gert með markvissum aðgerðum í húsnæðismálum og auknum stuðningi við barnafjölskyldur.

Áhersla er á fjölgun íbúa, aukin stofnframlög auk endurbóta á húsnæðisstuðningi.

Húsnæðisbætur hækka um 13,8% í upphafi árs 2023 til samræmis við þróun verðlags undanfarin ár.

Barnabótakerfið verður einfaldað og stuðninginn aukinn verulega sem fjölga mun barnafjölskyldum sem fá barnabætur,“ sagði Ágúst Bjarni.


Ræða Ágústs Bjarna á Alþingi:

„Virðulegur forseti. Það er ánægjulegt að tekist hafi að lenda kjarasamningum á almennum vinnumarkaði. Ég hef áður rætt um hóp sem fær ekki alltaf mikla athygli. Þetta er hópurinn sem mætir til vinnu, sér um börnin, séu þau til staðar, eldar matinn og borgar reikninga. Svona gengur lífið fyrir sig dag eftir dag, viku eftir viku, mánuð eftir mánuð. Ég leyfi mér að segja að þetta sé hópurinn sem telur sig ekki vera í þeirri stöðu að geta kvartað eða hafa yfir höfuð rétt á því að kvarta. Þau sem þessum hópi tilheyra eru ekki á meðal þeirra tekjulægstu en eru ólík og bera oft mikið álag. Hér er ég m.a. að tala um ungt fólk sem er að koma undir sig fótunum í lífinu á sama tíma og það er að ljúka námi, mögulega að eignast börn, fara í fæðingarorlof, koma sér þaki yfir höfuðið eða jafnvel stækka við sig. Allt þetta á sama tíma og það er að byggja upp atvinnuferil með tilheyrandi kröfum um að standa sig vel. Þetta tímabil í lífi fólks getur verið allt í senn hið ánægjulegasta og hið kvíðvænlegasta. Við þurfum að huga að þessu fólki og ríkisstjórnin hefur nú kynnt aðgerðir til að styðja við markmið samninga um að verja kaupmátt og lífskjör launafólks ásamt því að skapa forsendur fyrir stöðugleika í efnahagsmálum, m.a. lækkun vaxta. Aðgerðir stjórnvalda styðja enn frekar við lífskjör millitekjufólks og er það gert með markvissum aðgerðum í húsnæðismálum og auknum stuðningi við barnafjölskyldur. Áhersla er á fjölgun íbúa, aukin stofnframlög auk endurbóta á húsnæðisstuðningi. Húsnæðisbætur hækka um 13,8% í upphafi árs 2023 til samræmis við þróun verðlags undanfarin ár. Barnabótakerfið verður einfaldað og stuðninginn aukinn verulega sem fjölga mun barnafjölskyldum sem fá barnabætur.“