Categories
Fréttir

„Stórt skref í rétta átt!“

Deila grein

07/03/2019

„Stórt skref í rétta átt!“

Birkir Jón Jónsson, formaður bæjarráðs Kópavogsbæjar, segir frá í yfirlýsing í dag að á fundi bæjarráðs í morgun hafi verið tekið fyrir svar heilbrigðisráðuneytisins vegna fyrirhugaðar stækkunar á hjúkrunarheimilinu við Boðaþing 11-13. Ráðuneytið lýsir sig þar reiðubúið til viðræðna um að Kópavogsbær taki verkefni yfir. Af því tilefni bókaði bæjarráð eftirfarandi:
„Bæjarráð fagnar því að heilbrigðisráðuneytið sé reiðubúið í viðræður um að Kópavogsbær taki yfir byggingu 64 hjúkrunarrýma við Boðaþing. Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga til samninga við ráðuneytið.“
„Framsókn í Kópavogi hefur haft þetta sem forgangsmál og lagt til að Kópavogur taki verkefnið yfir enda þannig hægt að flýta verkinu umtalsvert. Þetta er stórt skref í rétta átt og nú er bara að vona að viðræðurnar gangi vel,“ segir í yfirlýsingunni.
„Stórt skref í rétta átt“, segir Birkir Jón Jónsson.