Categories
Fréttir

Suðurnesin munu fljótt ná fyrri styrk!

Deila grein

10/04/2019

Suðurnesin munu fljótt ná fyrri styrk!

Jóhann Friðrik Friðriksson, forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, segir í yfirlýsingu, í dag, að Suðurnesin standi „mjög vel saman, traust er á milli fólks og gleði þrátt fyrir mótbyr. Ég er viss um það að Suðurnesin ná fljótt fyrri styrk.“
Unnið hefur verið að því af hálfu Reykjanesbæjar að kortleggja áhrifin af gjaldþroti WOW í góðu samstarfi við sveitarfélögin á Suðurnesjum.
Síðan segir Jóhann Friðrik, „við höfum átt fundi með ýmsum hagsmunaaðilum, sér í lagi bæjarstjóri og starfsmenn auk framkvæmdastjóra SSS og hafa viðtökur verið góðar og ljóst að ekki stendur á viðbrögðum. Öll þessi vinna er þverpólitísk og er ánægjulegt að finna þann mikla samvinnuanda sem ríkir meðal aðila.“