Categories
Greinar

Áframhaldandi lífskjarasókn

Deila grein

05/04/2019

Áframhaldandi lífskjarasókn

Nýr lífs­kjara­samn­ing­ur 2019-2022, sem aðilar vinnu­markaðar­ins hafa náð sam­an um og stjórn­völd styðja við, bygg­ir und­ir áfram­hald­andi lífs­kjara­sókn á Íslandi. Samn­ing­ur­inn er í senn fram­sýnn og ánægju­leg afurð þrot­lausr­ar vinnu aðila vinnu­markaðar­ins í sam­vinnu við stjórn­völd und­an­farna mánuði. Aðgerðirn­ar eru viðamikl­ar og snerta marg­ar hliðar þjóðlífs­ins sem miða all­ar að því sama; að auka lífs­kjör og lífs­gæði á Íslandi. Þær leggj­ast ofan á þá kraft­miklu innviðafjár­fest­ingu sem hef­ur átt sér stað í tíð þess­ar­ar rík­is­stjórn­ar í mennta- og menn­ing­ar­mál­um, fé­lags- og heil­brigðismál­um, sam­göngu- og um­hverf­is­mál­um og ný­sköp­un­ar- og vís­inda­mál­um.

Áhersla á ungt fólk og börn

Með aðgerðunum mun staða ungs fólks styrkj­ast. Á gild­is­tíma samn­ings­ins verða barna­bæt­ur hækkaðar og fæðing­ar­or­lof lengt úr níu mánuðum í tólf. Ungu fólki verður auðveldað að fjár­festa í fyrstu fast­eign með því að heim­ila notk­un á hluta skyldu­líf­eyr­is­sparnaðar til slíkra kaupa. Það kem­ur til viðbót­ar sér­eigna­sparnaðarleiðinni Fyrsta íbúð sem heim­il­ar fólki að nýta viðbót­ar­sparnað sinn í allt að 10 ár til kaupa og af­borg­ana. Ég vil einnig geta þess að vinna við heild­ar­end­ur­skoðun á Lána­sjóði ís­lenskra náms­manna geng­ur mjög vel en í nýju náms­styrkja- og lána­kerfi mun­um við fella niður 30% af höfuðstóli náms­manna að ákveðnum skil­yrðum full­nægðum auk þess að fram­færsla barna verður í formi styrkja í stað lána eins og er í dag. Að auki höf­um við hækkað frí­tekju­mark náms­manna um 43%.

Hærri laun og lægri skatt­ar

Til viðbót­ar við þær launa­hækk­an­ir sem hafa verið kynnt­ar í lífs­kjara­samn­ingn­um mun ríkið lækka skatta um 20 millj­arða og gefa þannig eft­ir um 10% af tekju­skatti ein­stak­linga. Tekju­skatt­ur alls launa­fólks mun lækka en sér­stök áhersla er lögð á tekju­lága hópa með nýju lág­tekju­skattsþrepi. Sú aðgerð mun auka ráðstöf­un­ar­tekj­ur lág­tekju­hópa og auka jöfnuð. Þá munu gjald­skrár rík­is­ins ekki hækka á ár­inu 2019 um­fram það sem þegar er komið til fram­kvæmda og á ár­inu 2020 verður 2,5% há­mark sett á gjald­skrár­hækk­an­ir.

Betri lífs­kjör á Íslandi

Það er ljóst að lífs­kjara­samn­ing­ur­inn og aðgerðir tengd­ar hon­um munu skila okk­ur aukn­um lífs­gæðum. Mark­viss skref til af­náms verðtrygg­ing­ar verða tek­in, sveigj­an­leiki auk­inn á vinnu­stöðum, íbúðakaup gerð auðveld­ari, tekju­skatt­ur lækkaður, laun hækkuð, barna­bæt­ur aukn­ar og fæðing­ar­or­lof lengt. Árang­ur sem þessi er ekki sjálf­gef­inn. Hann er afrakst­ur sam­vinnu fjölda aðila sem all­ir hafa sama mark­mið að leiðarljósi, að gera gott land enn betra.

Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 5. apríl 2019.