Categories
Fréttir

Sumarferð Framsóknar 10. júní

Deila grein

06/06/2017

Sumarferð Framsóknar 10. júní

Kæri félagi!
– Laugardagur 10. júní 2017 –
Nú er viðburðarríkum vetri lokið og því rétt að „slútta“ starfsárinu með viðeigandi hætti. Laugardaginn 10. júní ætlum við að heimsækja sveitarfélagið Ölfus en þar er B–listi Framfarasinna með hreinan meirihluta. Sveitarfélagið er í miklum vexti og verður áhugavert að fá kynningu á þessu samfélagi.
Það eina sem þú þarft að hafa með þér er góða skapið og 2.000 kr. sem öll herlegheitin kosta. Skipulagningar vegna er brýnt að þú skráir þig í síðasta lagi þriðjudaginn 6. júní. Skráning er birkirjon@gmail.com
 
 
Dagskrá ferðarinnar:
11:00 Brottför í rútu frá Bæjarlind 14-16 í Kópavogi
12:00 Strandarkirkja. Sr. Baldur Kristjánsson segir merka sögu kirkjunnar
12:40 Hádegisnæring í Þorlákshöfn, smurt brauð, kaffi, gos og öl.
13:30 Hátíðarhöld vegna sjómannadagsins á hafnarsvæðinu. Sveitarfélagið Ölfus kynnt – dagskrá í höndum heimamanna.
15:30 Hrossabúið að Sunnuhvoli heimsótt.
16:30 Heimsókn til Haraldar Einarssonar, fv. alþingismanns, á Urriðafossi. Fossinn skoðaður undir leiðsögn heimamanna.
17:40 Áætluð ferðalok í Bæjarlindinni
Við lofum skemmtilegri ferð þar sem gleðin verður í fyrirrúmi. Við munum gera vel við okkur í mat og drykk þennan dag. Allir félagar í Suðvesturkjördæmi eru hvattir til að taka þátt í þessari ferð. Ef einhverjar frekari upplýsingar vantar þá er velkomið að hringja í okkur.
Sumarkveðja,
Birkir Jón (s. 898-2446), Halldóra Magný (s. 617-7764) og Sigrún Aspelund (s. 894-3007)