Categories
Fréttir

Sveitarfélögin eru ekki að sækja í lánasjóð sveitarfélaga

Sigurður Ingi sagði fullyrðingar þingmannsins um að hér væru öll sveitarfélög vel rekin ekki vera rétta, heldur standi sveitarfélögin mjög misjafnlega. „Sum sveitarfélög gætu staðið sig mun betur og jafnvel stærsta sveitarfélag landsins sem ætti þó að hafa mestu hagræðingarmöguleikana í krafti stærðar,“ sagði Sigurður Ingi og bætti við, „margt bendir til þess að ef það sveitarfélag eitt og sér þarf að treysta á byggingarréttartekjur til þess að vera í plús þá sé eitthvað verulega að í þeim rekstri“.

Sagðist Sigurður Ingi vera tilbúin í umræðu hvernig megi auka opinberar fjárfestingar, á málefnalegan hátt. „Við gætum aukið þær og að því hefur ríkisstjórnin stefnt. Ég veit að slíkur áhugi er til staðar, ég heyri það alla vega hjá einstökum þingmönnum fjárlaganefndar,“ sagði Sigurður Ingi.

Deila grein

23/10/2020

Sveitarfélögin eru ekki að sækja í lánasjóð sveitarfélaga

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, sagði nálgun Björns Leví Gunnarssonar, þingmanns, vera mjög ómálefnalega þegar hann segði að það sé stefna ríkisstjórnarinnar að stefna sveitarfélögunum í einhvern vanda, þegar allir vita við hvað sé að fást í þessu samfélagi, sem er heimsfaraldur, Covid. Þetta koma fram í óundirfyrirspurnum á Alþingi í dag.

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður, spurði Sigurð Inga hvernig það megi vera að hann hafi varið jafn glæfralega og ábyrgðarlausa stefnu gagnvart sveitarfélögum landsins. Þingmaðurinn sagði stöðu sveitarfélaga geta orðið alvarlega ef stefna ríkisstjórnarinnar næði fram að ganga. Vitnaði hann til þess að rekstur sveitarfélaga hafi ekki verið losaralegur á undanförnum árum og það samkvæmt mati aðalhagfræðings Kviku. Sveitarfélögin hafi skilað álíka rekstrarjöfnuði og ríkissjóður ef frá eru taldar einskiptistekjur ríkissjóðs vegna slitabúa föllnu bankanna.

„Það er markmið stjórnvalda að gefa í upp úr niðursveiflunni, að koma með innspýtingu og drífa allt af stað aftur,“ sagði þingmaðurinn og í framhaldi, „en á sama tíma sýnir fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar að fjárfesting sveitarfélaga verður langt undir sögulegu meðaltali. Niðurstaðan er að þótt fjárfestingar ríkisins tvöfaldist á næsta ári miðað við árið 2019 minnkar fjárfesting bæði sveitarfélaga og opinberra fyrirtækja“.

Sigurður Ingi sagði fullyrðingar þingmannsins um að hér væru öll sveitarfélög vel rekin ekki vera rétta, heldur standi sveitarfélögin mjög misjafnlega. „Sum sveitarfélög gætu staðið sig mun betur og jafnvel stærsta sveitarfélag landsins sem ætti þó að hafa mestu hagræðingarmöguleikana í krafti stærðar,“ sagði Sigurður Ingi og bætti við, „margt bendir til þess að ef það sveitarfélag eitt og sér þarf að treysta á byggingarréttartekjur til þess að vera í plús þá sé eitthvað verulega að í þeim rekstri“.

Sagðist Sigurður Ingi vera tilbúin í umræðu hvernig megi auka opinberar fjárfestingar, á málefnalegan hátt. „Við gætum aukið þær og að því hefur ríkisstjórnin stefnt. Ég veit að slíkur áhugi er til staðar, ég heyri það alla vega hjá einstökum þingmönnum fjárlaganefndar,“ sagði Sigurður Ingi.

Sigurður Ingi sagði að hvetja eigi til fjárfestinga sveitarfélaganna og sagði ekki rétt að þau geti ekki nálgast lánsfé.

„Það eru 75 milljarðar í lánasjóði sveitarfélaga á mjög góðum kjörum sem sveitarfélögin geta sótt í en sækja ekki í,“ sagði Sigurður Ingi.