Categories
Fréttir Greinar

Tæknin sem breytir heiminum

Deila grein

13/05/2024

Tæknin sem breytir heiminum

Tækni­breyt­ing­arn­ar sem eru að eiga sér stað í gegn­um gervi­greind og mál­tækni eru þær mestu í ára­tugi. Tækni mun breyta því hvernig fólk vinn­ur, lær­ir, ferðast, nálg­ast heil­brigðisþjón­ustu og hef­ur sam­skipti sín á milli.

Eins og flest­um er kunn­ugt hafa mikl­ar breyt­ing­ar orðið á stöðu tungu­mála með til­komu gervi­greind­ar, alþjóðavæðing­ar og auk­inna fólks­flutn­inga. Stjórn­völd hafa á und­an­förn­um árum sett mál­efni ís­lensk­unn­ar í önd­vegi í þessu ljósi. Til að mynda samþykkti Alþingi Íslend­inga í síðustu viku aðgerðaáætl­un í mál­efn­um ís­lenskr­ar tungu til árs­ins 2026. Alls eru þetta 18 aðgerðir sem mótaðar eru í sam­starfi fimm ráðuneyta. Stjórn­völd hafa und­an­far­in ár einnig fjár­fest í mál­tækni fyr­ir ís­lensku með ver­káætl­un­inni Mál­tækni fyr­ir ís­lensku 2018-2022 og náð góðum ár­angri. Mark­miðið með henni er skýrt: að gera ís­lensk­una gild­andi í hinum sta­f­ræna heimi til framtíðar. Í heimi tækn­inn­ar þarf að tala máli ís­lensk­unn­ar gagn­vart þeim aðilum sem leiða tækniþróun í heim­in­um. Það þarf að minna á mik­il­vægi minni tungu­mála og koma á fram­færi þeim ís­lensku mál­tækni­lausn­um sem smíðaðar hafa verið hér á landi á und­an­förn­um árum sem er­lend tæknifyr­ir­tæki geta inn­leitt í vör­ur sín­ar með nokkuð greiðum hætti. Það var mik­il viður­kenn­ing fyr­ir veg­ferð ís­lenskra stjórn­valda í mál­efn­um ís­lensk­unn­ar þegar banda­ríska tæknifyr­ir­tækið OpenAI gaf út nýja upp­færslu á gervi­greind­ar-mállíkan­inu GPT í fyrra þar sem ís­lenska var val­in fyrst tungu­mála, utan ensku, í þró­un­ar­fasa þess. Var það afrakst­ur sam­tala og funda við full­trúa fyr­ir­tæk­is­ins.

Í vik­unni leiddi ég sendi­nefnd til Banda­ríkj­anna sem fundaði með stór­um tæknifyr­ir­tækj­um til að ræða stöðu smærri tungu­mála, sér­stak­lega ís­lensku, í sta­f­ræn­um heimi. Fyr­ir­tæk­in voru Microsoft, Allen Institt­u4e for AI, Ant­hropic, Google og OpenAI. Er það meðal ann­ars í sam­ræmi við nýja mál­tækni­áætl­un þar sem lagt er til að auk­inn þungi verði sett­ur í að kynna ís­lenska mál­tækni á er­lendri grundu. Jafn­framt er verið að kanna hug þess­ara fyr­ir­tækja til að koma á fót alþjóðleg­um sam­starfs­vett­vangi fyr­ir smærri tungu­mál heims. Skemmst er frá því að segja að okk­ur var vel tekið og áhugi er fyr­ir hendi á að auka veg ís­lensk­unn­ar enn frek­ar. Microsoft hef­ur til dæm­is hef­ur sýnt ís­lensku mik­inn áhuga og má nefna að ýmis for­rit á borð við Word og allt viðmót þess er hægt að nota al­farið á ís­lensku. Eft­ir heim­sókn ís­lenskr­ar sendi­nefnd­ar árið 2022, sem for­seti Íslands ásamt mér og fleir­um fór í, hef­ur Microsoft nú þegar inn­leitt ís­lenska mál­tækni í tækni­lausn­ir sín­ar til að auka gæði ís­lensk­unn­ar. Meðal þess sem við rætt var við fyr­ir­tækið í þess­ari um­ferð var ís­lenska for­ritið Copi­lot, sem vel var tekið í. Það skipt­ir framtíð ís­lensk­unn­ar öllu máli að hún sé aðgengi­leg og nýti­leg í tækj­um sem við not­um. Okk­ur hef­ur auðnast að vinna heima­vinn­una okk­ar vel hingað til í þess­um efn­um svo eft­ir sé tekið og það er að skila sér. Hins veg­ar er verk­efnið langt í frá klárað og ljóst að frek­ari ár­ang­ur kall­ar á breiða sam­vinnu með virkri þátt­töku al­menn­ings, vís­inda­fólks, fræðasam­fé­lags­ins, fyr­ir­tækja og frum­kvöðla á þessu sviði. Þannig liggja hags­mun­ir ís­lensk­unn­ar víða sem mik­il­vægt er að huga að.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra og vara­formaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 11. maí 2024.