Categories
Fréttir

Takmarkið að veikir borgi ekki

Deila grein

04/06/2019

Takmarkið að veikir borgi ekki

Halla Signý Kristjánsdóttir, alþingismaður og framsögumaður meirihluta velferðarnefndar Alþingis, fylgdi vel á eftir áherslum Framsóknarmanna í meðförum Alþingis á þingsályktun heilbrigðisráðherra „Heilbrigðisstefnu til ársins 2030“ á Alþingi í gær.
„Hér er verið að setja ramma utan um heilbrigðisstefnuna til 2030 og það sem á að rúmast innan hennar skal vera sett í aðgerðaáætlun. Það er mjög mikilvægt að þessi heilbrigðisstefna landsins fylgi ekki duttlungum hverrar ríkisstjórnar fyrir sig, að settur verði ákveðinn rammi sem við getum sætt okkur við,“ sagði Halla Signý.
Hún sagði ennfremur að „hér erum við að taka tillit til allra þegna, hvort sem er í fæðingu eða á hjúkrunarheimili, þannig að allir njóti sömu réttinda hvar á landinu sem þeir búa og á hvaða aldri sem þeir eru.“
Atkvæðaskýring, Höllu Signýjar Kristjánsdóttur, alþingismanns og framsögumanns meirihluta velferðarnefndar Alþingis, 3. júní 2019.

Framsókn hefur lagt áherslu á að innlend heilbrigðisþjónusta verði áfram í fremstu röð, að við nýtum fjármuni betur og eflum þjónustu heilsugæslunnar sem fyrsta viðkomustaðar. Við viljum vinna að sameiningu greiðsluþátttökukerfis læknisþjónustu og lyfja. Að tryggt sé að tannlækninga-, sálfræði og ferðakostnaður sjúklinga falli undir greiðsluþátttökukerfið. Fólk á aldrei að þurfa að glíma við fjárhagsörðugleika vegna veikinda sinna, barna eða skyldmenna. Takmarkið er að veikir borgi ekki.
Heilbrigðisráðherra verður nú í framhaldi falið það verkefni að leggja fram aðgerðaáætlanir til fimm ára í senn, sem verði endurskoðaðar árlega og teknar til umræðu á Alþingi.
Markmið heilbrigðisstefnu er um rétta þjónusta á réttum stað og fólkið í forgrunni.

Ræða Höllu Signýjar Kristjánsdóttur, alþingismanns og framsögumaður meirihluta velferðarnefndar Alþingis 14. maí 2019: