Categories
Fréttir Greinar

Tekið við góðu búi

Deila grein

05/12/2024

Tekið við góðu búi

Stjórn­mál­in eru hverf­ull vett­vang­ur þar sem hlut­irn­ir geta breyst hratt. Í kosn­ing­un­um liðna helgi leiðbeindu kjós­end­ur stjórn­mála­flokk­un­um í hvaða átt skyldi stefna næstu árin.

Það er því ekki óeðli­legt að Sam­fylk­ing­in, Viðreisn og Flokk­ur fólks­ins hafi hafið form­leg­ar stjórn­ar­mynd­un­ar­viðræður eft­ir þeirra kosn­inga­sig­ur. Raun­ger­ist rík­is­stjórn þess­ara flokka er ljóst að hún tek­ur við góðu búi.

Fjár­laga­frum­varp Sig­urðar Inga Jó­hanns­son­ar legg­ur grunn­inn að því að verðbólga og vext­ir eru á fallanda fæti auk mark­vissra aðgerða stjórn­valda og aðila vinnu­markaðar­ins.

Þá eru skulda­hlut­föll rík­is­sjóðs lág í alþjóðleg­um sam­an­b­urði og staða rík­is­sjóðs sterk, at­vinnuþátt­taka er mik­il og tæki­færi fyr­ir frek­ari lífs­kjara­sókn sam­hliða lækk­andi fjár­mögn­un­ar­kostnaði.

Þá hef­ur gangskör verið gerð í hinum ýmsu mála­flokk­um svo eft­ir hef­ur verið tekið. Má þar sér­stak­lega nefna í ráðuneyt­um Lilju Al­freðsdótt­ur, menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra, Will­ums Þórs Þórs­son­ar heil­brigðisráðherra og Ásmund­ar Ein­ars Daðason­ar, mennta- og barna­málaráðherra.

Það verður sjón­ar­svipt­ir að þess­um verk- og reynslu­miklu ráðherr­um Fram­sókn­ar sem hafa komið mörg­um fram­fara­mál­um til leiðar.

Brýn­ustu mál næstu rík­is­stjórn­ar eru að ná betri tök­um á hús­næðismarkaðnum og lækka fjár­magns­kostnað Íslands. Ráðist hef­ur verið í ýms­ar aðgerðir á hús­næðismarkaðnum að und­an­förnu til að mæta þeirri auknu eft­ir­spurn sem mynd­ast hef­ur.

Und­ir for­ystu Fram­sókn­ar var farið í hlut­deild­ar­lán og stofn­fjár­fram­lög til að mæta markaðsbresti á hús­næðismarkaði. Það þarf þó að fara í frek­ari kerf­is­breyt­ing­ar til að auka fram­boð af hús­næði um land allt. Sam­starf rík­is og sveit­ar­fé­laga verður að aukast til að ná meiri ár­angri.

Á sveit­ar­stjórn­arstig­inu mun Fram­sókn áfram leggja sig fram við að koma að lausn þeirra áskor­ana sem blasa við sam­fé­lag­inu okk­ar.

Við erum sam­vinnu­flokk­ur, hvort sem við erum í rík­is­stjórn eður ei.

Fjár­magns­kostnaður Íslands er of hár og á það við um kjör rík­is­sjóðs Íslands og allt hag­kerfið.

Það verður að fara ofan í saum­ana á því hvers vegna staðan er þessi í ljósi þess að all­ar grunnstoðir hag­kerf­is­ins eru sterk­ar. Láns­hæfis­ein­kunn rík­is­sjóðs Íslands hef­ur þó verið að hækka og þá ættu kjör­in að verða betri.

Hefja þarf stór­sókn í þess­um efn­um til að auka verðmæta­sköp­un Íslands.

Stefán Vagn Stefánsson, alþing­ismaður og fyrr­ver­andi formaður fjár­laga­nefnd­ar.

Greinin birtist fyrst Morgunblaðinu 5. desember 2024.