Categories
Fréttir

„Þar á fókusinn að vera“

Deila grein

12/05/2020

„Þar á fókusinn að vera“

„Það er ljóst að hlutabótaleiðin snýst fyrst og fremst um að verja störf fólks í landinu á miklum óvissu tímum og eiga að tryggja áframhaldandi ráðningasamband. Þar á fókusinn að vera,“ segir Halla Signý Kristjánsdóttir, alþingismaður Framsóknar í Norðvesturkjördæmi, í Facebook-færslu í dag.
„Á fundi velferðarnefndar í gær voru rædd skilyrði um hlutabætur. Öll nefndin lýsti yfir miklum vonbrigðum með að fyrirtæki hafi reynt að fá launafólk til að samþykkja þátttöku í úrræðinu án þess að um rekstrarvanda væri að ræða eins og skýrt er í þeirri leið sem samþykkt hefur verið. Á sama tíma og nokkur fyrirtæki setur fólk á hlutabætur þá greiðir það sér arð á meðan,“ sagði Halla Signý.
„Það er ljóst að skýr skilaboð frá ráðherrum ríkisstjórnarinnar og annarra stjórnmálamanna hefur leitt til þess að nokkur fyrirtæki sem hafa verið að nýta sér þessa leið þrátt fyrir að geta á sama tíma greitt út arð, hafa horfið frá því og skilað ríkisstuðningi. Það er vel og skilaboðin skila sér skýrt í frumvarpi sem félagsmálaráðherra hyggst leggja fram í vikunni,“ sagði Halla Signý.