Categories
Fréttir

Þeir hrópa hátt en virðast ekki hafa kynnt sér málið!

„Virðulegi forseti. Ég vil taka undir með næstum því öllum þeim sem talað hafa í dag. Ég fagna því frumvarpi sem við greiðum nú atkvæði um og tek undir að þetta er stór dagur. Þetta er dagur mannréttinda. Ég er komin í jólaskap. Mér líður vel. Ég ætla að túlka orðræðu Miðflokksins sem misskilning, ekki mannfyrirlitningu. Ég held að karlarnir sem tóku hér til máls í gær skilji þetta ekki almennilega þó að þeir haldi öðru fram. Og ég tek undir með þeim sem síðast talaði, hv. þm. Páli Magnússyni, og ég verð að segja það fyrir mig, og ég held að það sé kannski eðlileg niðurstaða, að þegar við höfum fengið álit frá því fólki sem hefur reynslu og þekkingu á þeim hlutum sem um ræðir hlýtur maður að taka meira mark á því, eftir margra ára vinnu, en örfáum þingmönnum hér í þingsal sem hrópa hátt en virðast ekki hafa kynnt sér málið,“ sagði Silja Dögg.

Deila grein

15/12/2020

Þeir hrópa hátt en virðast ekki hafa kynnt sér málið!

Silja Dögg Gunnarsdóttir, alþingismaður, gerði grein fyrir atkvæði sínu í atkvæðagreiðslu um kynrænt sjálfræði, á Alþingi í dag. Sagði hún mikilvægt að taka mark á áliti þeirra er hafa reynslu og þekkingu, frekar en örfáum þingmönnum er hrópa hátt.

„Virðulegi forseti. Ég vil taka undir með næstum því öllum þeim sem talað hafa í dag. Ég fagna því frumvarpi sem við greiðum nú atkvæði um og tek undir að þetta er stór dagur. Þetta er dagur mannréttinda. Ég er komin í jólaskap. Mér líður vel. Ég ætla að túlka orðræðu Miðflokksins sem misskilning, ekki mannfyrirlitningu. Ég held að karlarnir sem tóku hér til máls í gær skilji þetta ekki almennilega þó að þeir haldi öðru fram. Og ég tek undir með þeim sem síðast talaði, hv. þm. Páli Magnússyni, og ég verð að segja það fyrir mig, og ég held að það sé kannski eðlileg niðurstaða, að þegar við höfum fengið álit frá því fólki sem hefur reynslu og þekkingu á þeim hlutum sem um ræðir hlýtur maður að taka meira mark á því, eftir margra ára vinnu, en örfáum þingmönnum hér í þingsal sem hrópa hátt en virðast ekki hafa kynnt sér málið,“ sagði Silja Dögg.