Categories
Fréttir Greinar

Þjóðarátak í landgræðslu og skógrækt – sjálfbærni til framtíðar

Deila grein

28/03/2025

Þjóðarátak í landgræðslu og skógrækt – sjálfbærni til framtíðar

Í ljósi stór­auk­inna áhrifa lofts­lags­breyt­inga sem leitt hafa til öfga­kennds veðurfars, hækk­andi sjáv­ar­stöðu og hnign­un­ar vist­kerfa á heimsvísu hafa þing­menn Fram­sókn­ar, þau Þór­ar­inn Ingi Pét­urs­son, Halla Hrund Loga­dótt­ir, Ingi­björg Isak­sen, Sig­urður Ingi Jó­hanns­son og Stefán Vagn Stef­áns­son lagt fram þings­álykt­un­ar­til­lögu um þjóðarátak í land­græðslu og skóg­rækt. Til­lag­an fel­ur í sér að um­hverf­is-, orku- og lofts­lags­ráðherra komi á sam­starfs­vett­vangi í sam­ráði við at­vinnu­vegaráðherra fyr­ir lok árs 2026, þar sem stjórn­völd, stofn­un­in Land og skóg­ur, bænd­ur, at­vinnu­lífið og al­menn­ing­ur taki hönd­um sam­an um aukna þátt­töku al­menn­ings í kol­efn­is­bind­ingu.

Kol­efn­is­bind­ing og end­ur­heimt vist­kerfa

Mark­mið þessa mik­il­væga þjóðarátaks er að efla kol­efn­is­bind­ingu, hindra jarðvegs­rof og græða upp ör­foka land á Íslandi. Átak­inu er ætlað að byggja á far­sæl­um fyr­ir­mynd­um, svo sem verk­efn­inu „Bænd­ur græða landið“, sem hef­ur verið í gangi síðan 1990 með góðum ár­angri, sem og verk­efn­inu „Land­græðslu­skóg­ar“ sem skóg­rækt­ar­fé­lög lands­ins standa fyr­ir. Þessi verk­efni hafa sannað gildi sitt við að stuðla að land­bót­um og auka vit­und al­menn­ings um mik­il­vægi um­hverf­is­vernd­ar.

Sam­kvæmt til­lög­unni yrði þátt­taka al­menn­ings tvíþætt: ann­ars veg­ar með beinni þátt­töku í land­græðslu og skóg­rækt und­ir hand­leiðslu sér­fræðinga Lands og skóg­ar, og hins veg­ar með kol­efnis­jöfn­un viðskipta í sam­starfi við fyr­ir­tæki. Með auk­inni um­hverfis­vit­und al­menn­ings hef­ur vaxið áhugi hjá fyr­ir­tækj­um á að bjóða viðskipta­vin­um sín­um leiðir til kol­efnis­jöfn­un­ar, og gæti þetta þjóðarátak verið góð leið til að efla slíkt sam­starf.

Sérstaða Íslands í lofts­lags­mál­um og um­hverf­is­vernd

Íslend­ing­ar hafa ein­staka mögu­leika á að draga úr los­un gróður­húsaloft­teg­unda með end­ur­heimt vist­kerfa, skóg­rækt og land­græðslu vegna sér­stöðu lands­ins. Jarðvegs­eyðing hef­ur verið ein helsta áskor­un í ís­lensk­um um­hverf­is­mál­um og brýnt er að grípa til aðgerða sem stuðla að sjálf­bærri nýt­ingu lands. Jarðveg­ur er mik­il­væg auðlind og for­senda fæðuör­ygg­is, en á sama tíma er jarðvegs­eyðing mik­il ógn á heimsvísu. Til­lag­an sam­ræm­ist aðgerðaáætl­un ís­lenskra stjórn­valda í lofts­lags­mál­um frá 2024 og heims­mark­miðum Sam­einuðu þjóðanna, sér­stak­lega mark­miði nr. 13, um aðgerðir í lofts­lags­mál­um. Hún styður einnig við alþjóðlega samn­inga eins og Par­ís­arsátt­mál­ann, samn­ing Sam­einuðu þjóðanna gegn eyðimerk­ur­mynd­un, samn­inga um líf­fræðilega fjöl­breytni og ramma­samn­ing SÞ um lofts­lags­breyt­ing­ar.

Land og líf – skýr stefna til framtíðar

Árið 2022 gaf ís­lenska ríkið út sína fyrstu sam­eig­in­legu stefnu í land­græðslu og skóg­rækt und­ir heit­inu „Land og líf“, sem set­ur skýra framtíðar­sýn um nauðsyn­lega stefnu og aðgerðir til árs­ins 2026. Sam­hliða þessu hef­ur sam­ein­ing Land­græðslunn­ar og Skóg­rækt­ar­inn­ar í nýju stofn­un­ina Land og skóg styrkt innviði um­hverf­is­vernd­ar og þjón­ustu við bænd­ur og al­menn­ing.

Með þjóðarátaki í land­græðslu og skóg­rækt mun Ísland geta sýnt mik­il­vægt frum­kvæði í alþjóðlegri bar­áttu gegn lofts­lags­breyt­ing­um, en um leið aukið gæði og sjálf­bærni ís­lenskr­ar nátt­úru. Þetta verk­efni mun þannig ekki aðeins hjálpa okk­ur að mæta skuld­bind­ing­um Íslands gagn­vart um­heim­in­um held­ur einnig efla um­hverfis­vit­und þjóðar­inn­ar og tryggja betri framtíð fyr­ir kom­andi kyn­slóðir.

Fram­sækn­ar lausn­ir – sjálf­bærni til framtíðar

Til­lag­an fell­ur vel að öðrum fram­sækn­um áhersl­um Fram­sókn­ar, svo sem hug­mynd­inni „Rækt­um framtíðina“ um kauprétt ungs fólks á jarðnæði, sem hent­ar til mat­væla- og fóður­fram­leiðslu, auk skóg­rækt­ar, þar sem nýliðun í mat­væla­fram­leiðslu er lyk­il­atriði í sjálf­bærri þróun ís­lensks sam­fé­lags. Með því að sam­tvinna þessa þætti – um­hverf­is­vernd, skóg­rækt, sjálf­bæra mat­væla­fram­leiðslu og stuðning við ungt fólk – eru skapaðar raun­hæf­ar leiðir til að treysta byggð á lands­byggðinni, efla nýliðun og tryggja vel­ferð kom­andi kyn­slóða.

Þórarinn Ingi Pétursson, þingmaður Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 28. mars 2025.