Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, vill að ákvæði um þjóðareigu á sjávarútvegsauðlindinni verði sett í stjórnarskrá. Þetta kom fram í svari við fyrirspurn á Alþingi í dag.
„Það er mikilvægt að leysa úr þeirri stöðu sem uppi er í sjávarútvegsmálum, og hefur verið í mörg ár, með því að tryggja í stjórnarskrá þjóðareign á auðlindinni. Það verður megináhersla hjá hæstvirtum sjávarútvegsráðherra,“ sagði Sigmundur Davíð.
Sjávarútvegsmál hafa verið mikið í umræðunni síðustu daga, en stjórnarflokkana greinir enn á um grundvallaratriði í frumvarpi því er Sigurður Ingi hefur lagt mjög mikla vinnu í. Var svo komið í vikunni að sjávarútvegsráðherra ákvað að leggja kvótafrumvarp sitt ekki fram á þessu þingi. Ástæðan er ágreiningur um hver fari með forræði yfir kvótanum; ríkið, eins og frumvarpið segir til um, eða útgerðin.
Frétt á visir.is – Sigmundur Davíð segir að þjóðareign á sjávarútvegsauðlindinni verði tryggð í stjórnarskrá
Frétt á mbl.is – Þjóðareign á auðlindum meginstefið
Frétt á ruv.is – Þjóðareign á auðlindinni í stjórnarskrána
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.
Categories
Þjóðareign á sjávarútvegsauðlindinni í stjórnarskrá – mikilvægt að leysa úr þeirri stöðu sem uppi er
24/02/2015
Þjóðareign á sjávarútvegsauðlindinni í stjórnarskrá – mikilvægt að leysa úr þeirri stöðu sem uppi er