Categories
Fréttir

Tryggjum enn frekar byggðafestu og atvinnumöguleika í dreifðum byggðum landsins

Deila grein

24/02/2015

Tryggjum enn frekar byggðafestu og atvinnumöguleika í dreifðum byggðum landsins

Silja-Dogg-mynd01-vefMikilvægt er að leita allra leiða til að koma ónýttum/ósetnum jörðum í ríkiseigu í notkun og auka með því byggðafestu og atvinnumöguleika í dreifðum byggðum landsins. En þetta kemur fram í þingsályktunartillögu Silju Daggar Gunnarsdóttur, alþingismanns, er hún flutti á haustdögum. Jafnframt vill Silja Dögg að greitt verði fyrir ábúendaskiptum á ríkisjörðum í því skyni að stuðla að markvissri búsetu og uppbyggingu þessara jarða. Málið er nú til umfjöllunar í atvinnuveganefnd Alþingis.
Það er ótækt að fjöldi jarða í ríkiseigu sé í eyði, eða illa nýttur, á sama tíma og nýliðun í landbúnaði er erfiðleikum bundin. Það er þörf fyrir meiri matvælaframleiðslu á Íslandi, sérstaklega á mjólkurvörum og nautgripakjöti og sumar þessara jarða eru heppilegar til matvælaframleiðslu. Auk þess eru sóknarfæri til sveita að sinna þjónustu við ferðamenn og skapa þannig atvinnutækifæri og efla jaðarbyggðir með markvissri aðgerð sem þessari.
Með því að koma jörðum í notkun mætti að nokkru leyti leysa vanda nýliðunar, auka matvælaframleiðslu, tryggja byggðafestu og bæta atvinnumöguleika.
Samkvæmt upplýsingum frá Jarðeignum ríkisins á ríkið um 473 jarðir og hafa eyðibýli verið talin um 160.
Ræða Silju Daggar Gunnarsdóttur:

 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.