Categories
Fréttir

Samningaviðræður við Evrópusambandið um niðurfellingu tolla, stækkun tollkvóta og aukin markaðsaðgang – fela í sér mörg sóknarfæri

Deila grein

24/02/2015

Samningaviðræður við Evrópusambandið um niðurfellingu tolla, stækkun tollkvóta og aukin markaðsaðgang – fela í sér mörg sóknarfæri

SIJUm mitt ár 2012 hófust viðræður við Evrópusambandið um endurskoðun á samningnum um viðskipti með landbúnaðarvörur og hafa þær viðræður staðið yfir með hléum síðan. Í þeim hefur verið lögð áhersla á gagnkvæma niðurfellingu tolla á fjölmörgum tollskrárnúmerum, auk þess að semja um stækkun tollkvóta beggja aðila í þeim tilgangi að auka markaðsaðgang fyrir bæði unnar og óunnar landbúnaðarvörur. Þetta kemur fram í svari Sigurðar Inga Jóhannssonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, við fyrirspurn frá Vilhjálmi Bjarnasyni, alþingismanni.
Starfshópur um tollamál birti ítarleg skýrslu um tollamál á sviði landbúnaðar í janúar en hópnum var m.a. falið að greina sóknarfæri sem kunna að vera til staðar í núgildandi samningum, að athuga möguleika á gerð tvíhliða samninga við ný lönd og ríkjasambönd og gera úttekt á þróun tollverndar á helstu landbúnaðarvörum frá 1995.
Helsta niðurstaða þeirrar greiningar er eftirfarandi:

  • Árið 1995 gerðist Ísland aðili að Alþjóðaviðskiptastofnuninni (WTO), auk þess hefur Ísland gert 25 fríverslunarsamninga við 35 ríki, ásamt mörgum tvíhliðasamningum um viðskipti með landbúnaðarvörur, svo sem við Evrópusambandið, Kína, Noreg, Sviss, Færeyjar og Grænland. Ísland er því aðili að viðskiptasamningum við tæplega 70 ríki um inn- og útflutning landbúnaðarvara. Í skýrslunni kemur fram að heildarinnflutningur landbúnaðarvara nam tæpum 52 milljörðum kr. árið 2013 en útflutningur var á sama tíma tæplega 8 milljarðar kr. Innflutningurinn hefur aukist um 10,5 milljarða kr. á fjórum árum en útflutningurinn um 1 milljarð kr.
  • Mest er tollvernd á alifuglakjöti, unnum kjötvörum og svínakjöti. Á nautakjöti, ostum, reyktu og söltuðu kjöti er hún lægri. Samkvæmt Efnahags- og framfarastofnuninni (OECD) hefur hlutfall tekjuígildis ríkisstuðnings af framleiðsluverðmæti bænda farið úr 77% á árunum 1986–88 í 41,3% samkvæmt nýjustu mælingum.
  • Útflytjendur íslenskra landbúnaðarvara hafa markaðsaðgang fyrir helstu afurðir, en þó þarf að bæta markaðsaðgang fyrir ákveðnar afurðir, svo sem mjólkurafurðir, vatn, bjór og sælgæti þar sem vaxandi tækifæri eru til útflutnings. Bættur markaðsaðgangur byggist á samningum við önnur ríki varðandi inn- og útflutning.

Skýrslu um tollamál á sviði landbúnaðar má finna hér.
 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.