Categories
Fréttir

Þjóðin er að þyngjast með tilheyrandi fylgikvillum

Deila grein

03/02/2022

Þjóðin er að þyngjast með tilheyrandi fylgikvillum

Ingibjörg Isaksen, alþingismaður, ræddi notkun á blóðsykurslækkandi lyfjum í störfum þingsins á Alþingi. Fleiri og fleiri einstaklingar eru að greinast með sykursýki 2 og eru lyf notuð í auknum mæli til að meðhöndla sykursýki 2 og hefur fjöldi notenda nærri tvöfaldast frá árinu 2015. Þá voru þeir nærri 9.000 en eru orðnir meira en 16.000 árið 2021.

„Allt of oft erum við að bregðast við afleiðingum í stað þess að einbeita okkur frekar að forvörnum. Rannsóknir sýna okkur að fjölgun sykursjúkra hér á landi er sambærileg Bandaríkjunum fyrir 20 árum síðan. Innlendar rannsóknir hafa einnig sýnt að aukning á sykursýki dreifist yfir allan aldur fullorðinna og eykst hjá báðum kynjum,“ sagði Ingibjörg.

„Lyf og inngrip með skurðaðgerðum mega ekki vera fyrsti valkostur. Við þurfum að mæta fólki af virðingu og fordómaleysi og veita þeim þá þjónustu og stuðning sem það þarf til að ná markmiðum sínum. Þá þurfum við sem þjóð að líta í eigin barm. Hvað er það sem veldur því að þjóðin er að þyngjast með tilheyrandi fylgikvillum? Það er mikilvægt að heilsuefling og bætt lýðheilsa fái stuðning frá stjórnvöldum og heilbrigðisþjónustan, þá sérstaklega heilsugæslan, taki áfram virkan þátt í því starfi,“ sagði Ingibjörg.