Categories
Fréttir

Þórunn nýr þingflokksformaður

Deila grein

19/01/2015

Þórunn nýr þingflokksformaður

ÞórunnÞórunn Egilsdóttir alþingismaður er nýr þingflokksformaður þingflokks Framsóknarmanna. Þetta var ákveðið á fundi þingflokksins er nú stendur yfir. Aðrir í stjórn þingflokksins eru Ásmundur Einar Daðason, varaformaður og Willum Þór Þórsson meðstjórnandi. Ásmundur Einar mun svo taka við sem þingflokksformaður í sumar af Þórunni.
Vigdís Hauksdóttir tekur sæti Sigrúnar Magnúsdóttir í stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd, og Elsa Lára Arnardóttir tekur sæti Þórunnar Egildsdóttur í velferðarnefnd.
Þórunn er fædd í Reykjavík 23. nóvember 1964. Hún lauk stúdentsprófi frá Verslunarskóla Íslands 1984 og B.Ed.-próf Kennara Háskóla Íslands 1999. Þórunn hefur verið Sauðfjárbóndi síðan 1986. Grunnskólakennari 1999-2008, áður leiðbeinandi. Skólastjórnandi 2005-2008. Verkefnastjóri hjá Þekkingarneti Austurlands, nú Austurbrú, 2008-2013. Í sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps 2010-2014, oddviti 2010-2013.
Í stjórn Sambands sveitarfélaga á Austurlandi 2010-2014. Í sveitarstjórnarráði Framsóknarflokksins 2010-2014. Í miðstjórn Framsóknarflokksins síðan 2010. Í ráðgjafarnefnd Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga síðan 2011. Í hreindýraráði síðan 2011.
Þórunn hefur verið alþingismaður frá 2013 fyrir Norðausturkjördæmi.
 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.