Categories
Fréttir

Tilkynning frá kjörstjórn Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi um lokað prófkjör

Kjörstjórn hefur ákveðið vegna Covid-19 heimsfaraldursins sem orsakað hefur erfiðleika við framkvæmd prófkjörs í kjördeildum að fresta kosningunni til 8. maí 2021. Frestunin byggir á heimild í 47. gr. X. kafla í reglum um lokað prófkjör.

Deila grein

15/02/2021

Tilkynning frá kjörstjórn Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi um lokað prófkjör

Kjörstjórn hefur ákveðið vegna Covid-19 heimsfaraldursins sem orsakað hefur erfiðleika við framkvæmd prófkjörs í kjördeildum að fresta kosningunni til 8. maí 2021. Frestunin byggir á heimild í 47. gr. X. kafla í reglum um lokað prófkjör.

Eftirfarandi breytingar verða á dagsetningum:

  • Framboðsfrestur til þátttöku í prófkjörinu rennur út 15 dögum fyrir valdag eða föstudaginn 23. apríl 2021 kl. 12.00 á hádegi.  
  • Kjörskrá verður gerð samkvæmt félagatali 8. apríl 2021, eða 30 dögum fyrir kjördag. (Frestur til skráningar á félagatal er til miðnættis 8. apríl 2021.)

Framboðum skal skila til formanns kjörstjórnar, Helgu Hauksdóttur, á netfangið hauksdottir.helga@gmail.com.  Formaður veitir einnig frekari upplýsingar um prófkjörið.

Kosið verður um 5 efstu sæti listans.  Sjá nánar inn á framsokn.is.