Categories
Fréttir Greinar

Tollastríð er tap allra

Deila grein

13/03/2025

Tollastríð er tap allra

Eft­ir hag­stjórn­ar­villu mill­i­stríðsár­anna var lagt upp með að eft­ir seinni heims­styrj­öld­ina grund­vallaðist alþjóðaviðskipta­kerfið á frjáls­um viðskipt­um. Rík­ur vilji var fyr­ir því að gera þjóðir háðari hver ann­arri, þar sem það minnkaði lík­urn­ar á átök­um og stríðum. Kenn­ing­ar breska hag­fræðings­ins Dav­id Ricar­do um frjáls viðskipti hafa verið leiðarljós í þess­ari heims­skip­an. Helstu rök­in fyr­ir frjáls­um viðskipt­um eru að þau stuðla að auk­inni fram­leiðni ríkja, lækka vöru­verð, auka fram­boð af vör­um og skila meiri hag­vexti fyr­ir þau ríki sem taka þátt í þeim. Hag­vöxt­ur á heimsvísu tók ekki að aukast að ráði fyrr en eft­ir seinni heims­styrj­öld, sér­stak­lega á tíma­bil­inu 1945-1973, sem hef­ur verið kallað „gull­öld markaðshag­kerf­is­ins“. Meðal þeirra þátta sem stuðluðu að þess­um hag­vexti voru stöðug­leik­inn sem skapaðist með Brett­on-Woods kerf­inu, end­ur­reisn efna­hags­lífs­ins eft­ir stríð og af­nám hafta­bú­skap­ar og lækk­un tolla. Í kjöl­farið hef­ur vel­sæld og hag­vöxt­ur auk­ist veru­lega með opn­un viðskipta við ríki á borð við Kína og Ind­land.

En skjótt skip­ast veður í lofti. Nú er hafið tolla­stríð. For­seti Banda­ríkj­anna hef­ur hrint í fram­kvæmd efna­hags­stefnu sinni, sem geng­ur út á að Banda­rík­in end­ur­heimti auð sem þau telja sig eiga um all­an heim, meðal ann­ars með því að setja tolla á helstu viðskipta­ríki sín og jafn­vel nán­ustu banda­menn! Með þessu ætl­ar hann sér að leiðrétta viðvar­andi viðskipta­halla Banda­ríkj­anna og nota fjár­magnið til að lækka skuld­ir. Af­leiðing­arn­ar eru vel þekkt­ar í hag­fræðinni og má lýsa sem „tapi allra“. Í fyrsta lagi verður óvissa og órói á fjár­mála­mörkuðum. Stefn­an skap­ar mikla óvissu, sem veld­ur óstöðug­leika á öll­um fjár­mála­mörkuðum og hluta­bréfa­verð í Banda­ríkj­un­um féll um tæp 3% á mánu­dag. Í öðru lagi hækk­ar verðlag og verðbólga eykst. Öll ríki hafa þegar átt í bar­áttu við verðbólgu eft­ir covid og hætta er á að þessi stefna ýti und­ir frek­ari verðhækk­un. Í þriðja lagi minnka alþjóðaviðskipti og hag­vöxt­ur. Þetta er sér­stak­lega slæmt núna, þar sem mörg ríki eru skuld­sett eft­ir gríðarleg út­gjöld á covid-tíma­bil­inu og þurfa hag­vöxt til að draga úr fjár­mögn­un­ar­kostnaði. Í fjórða lagi minnka gjald­eyris­tekj­ur og gjald­miðlar veikj­ast. Að lok­um tap­ast traust og sam­skipti ríkja versna.

Fyr­ir lítið og opið hag­kerfi eins og Ísland er þessi þróun afar nei­kvæð. Mik­il­væg­ustu viðbrögð ís­lenskra stjórn­valda ættu nú að vera að vinna í nánu sam­starfi við at­vinnu­lífið til að tryggja að ís­lensk­ir markaðir hald­ist opn­ir og verði ekki fyr­ir þess­um nýju álög­um. Vel­meg­un Íslands er ná­tengd alþjóðaviðskipt­um og út­flutn­ings­tekj­um þjóðarbús­ins. Við verðum öll að standa vörð um hags­muni Íslands í þessu nýja og krefj­andi viðskiptaum­hverfi.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, vara­formaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 13. mars 2025.