Categories
Fréttir

Tryggjum afkomu heimila og fyrirtækja – verjum grunnstoðir samfélagsins og sköpum öfluga viðspyrnu fyrir efnahagslífið

Deila grein

23/03/2020

Tryggjum afkomu heimila og fyrirtækja – verjum grunnstoðir samfélagsins og sköpum öfluga viðspyrnu fyrir efnahagslífið

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og formaður Framsóknar, segir í yfirlýsingu á Facebook að að áætlun sú er var kynnt á blaðamannafundi í Hörpu á laugardaginn hafi það að markmiði að tryggja afkomu heimila og fyrirtækja, verja grunnstoðir samfélagsins og skapa öfluga viðspyrnu fyrir efnahagslífið.
„Umfang áætlunnar er metið á 230 milljarða króna eða tæp átta prósent af landsframleiðslu.“
„Ísland stendur í dag sterkt eftir ábyrga stjórn síðustu ára. Heimili og fyrirtæki hafa einnig meiri þrótt til að takast á við erfiðleika. Það gerir ríkisstjórninni kleift að bregðast hratt við þeim áföllum sem nú dynja yfir. Heilbrigðiskerfi okkar er öflugt og auknum fjármunum verður varið í að styrkja það í baráttunni við kórónuveiruna. Þegar hefur verið brugðist við og tryggt að fólk fái greidd laun í sóttkví sem er grundvallaratriði í því að berjast við veiruna.
Nú er mikilvægt að íslenskt samfélag standi saman. Við höfum áður tekist á við erfiðleika og staðið sterkari eftir. Við getum gert það aftur,“ segir Sigurður Ingi.