Categories
Fréttir

Tveir fyrrum formenn SUF bornir til grafar í dag

Deila grein

11/11/2020

Tveir fyrrum formenn SUF bornir til grafar í dag

Í dag eru bornir til grafar tveir fyrrum formenn Sambands Ungra Framsóknarmanna, þeir Örlygur Hálfdánarson og Már Pétursson. Framsóknarfólk vottar aðstandendum sína dýpstu samúð.

Örlygur Hálfdánarson

Örlygur var formaður Sambands ungra Framsóknarmanna 1960-1966. Hann fæddist 21. desember 1929 í Viðey á Kollafirði og ólst þar upp og á Seltjarnarnesi og lést á Hjúkrunarheimilinu Sóltúni í Reykjavík 30. október 2020.

„Ég hefi sjaldan heyrt hina svonefndu einstaklingshyggjumenn  viðurkenna jafn augljóslega yfirburði samvinnunnar heldur enn þessa þrjá menn, því það gerðu þeir með því að koma hvergi inn á megin málið, samvinnuhugsjónina, en voru sífellt að japla á gömlum lummum úr æskulýðssíðu Morgunblaðsins. Samvizkan hlýtur að kvelja þessa ungu menn, sem augsýnilega viðurkenna gildi og mátt samvinnuhreyfingarinnar í hjarta sínu en afneita henni þó.  – Örlygur Hálfdánarson á kappræðufundi milli Samvinnuskólans og Verzlunarskólans vorið 1954.

Örlygur kom meðal annars að stofna og var fyrsti formaður félags ungra samvinnumanna, sem fékk nafnið Fræðslu- og kynningarsamtök ungra samvinnumanna, skammstafað FOKUS. Hlutverk félagsins var að auka kynni á samvinnustefnunni meðal æskufólks. Örlygur var jafnframt duglegur að flytja erindi um ræðumennsku og fundarstjórn og fundarreglur, áður en hann varð formaður SUF.

Frétt frá 8. þingi SUF 1960:
Frétt frá 11. þingi SUF 1966:

Már Pétursson

Már var formaður Sambands ungra Framsóknarmanna 1970-1972. Hann fæddist á Guðlaugsstöðum í Blöndudal 11. desember 1939 og lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 31. október 2020.

Á formannsárum Más gaf Samband ungra Framsóknarmanna m.a. út bókina „Land í mótun — byggðaþróun og byggðaskipulag“ en höfundur hennar var Áskell Einarsson, fyrrverandi bæjarstjóri á Húsavík og síðar framkvæmdastjóri Fjórðungssambands Norðlendinga. Fjallar bókin um þróun og skipulag byggðanna.

Frétt frá 13. þingi SUF 1970:
Frétt frá 14. þingi SUF 1972: