Categories
Fréttir

Umhverfisráðherra býður til morgunverðar á Hallveigarstöðum

Deila grein

15/03/2016

Umhverfisráðherra býður til morgunverðar á Hallveigarstöðum

sigrunmagnusdottir-vefmyndUmhverfis- og auðlindaráðherra, Sigrún Magnúsdóttir, býður til morgunarverðarfundar fimmtudaginn 17. mars undir yfirskriftinni „Saman gegn sóun“
Á fundinum verður stefna ráðherra um úrgangsforvarnir, Saman gegn sóun,  kynnt ásamt námsefni um úrgangforvarnir. 
Matarsóun verður í forgangi fyrstu tvö ár stefnunnar og verða ýmsar aðgerðir á því sviði kynntar á fundinum, m.a. ný vefgátt um matarsóun og nýtt kerfi strikamerkja sem stuðlað getur að minni sóun. 
Fundurinn verður haldinn á Hallveigarstöðum, Túngötu 14, frá kl. 8.30-10:00 og verður boðið upp á morgunverð
Vinsamlegast skráið þátttöku með því að senda tölvupóst til thorunn.elfa@uar.is