Categories
Fréttir

Framboðsreglur vegna sveitarstjórnarkosninga í vinnslu

Deila grein

03/10/2013

Framboðsreglur vegna sveitarstjórnarkosninga í vinnslu

kjorkassi
Framboðsnefnd landsstjórnar flokksins vinnur núna drög að framboðsreglum vegna vals á lista til sveitarstjórnar. Nefndin eru undir formennsku Guðmundar Elíassonar og með honum starfa Anna Kolbrún Árnadóttir og Jóhanna Guðmundsdóttir. Elín R. Líndal, formaður sveitarstjórnarráðs, er nefndinni til ráðgjafar.
Reglurnar verða byggðar á grunni reglna Framsóknar um val á framboðslista til Alþingis, en þó verður að taka tillit til sérstöðu sveitarstjórnarkosninga og venja sem hafa skapast í kringum framkvæmd þeirra í gegnum árin hjá flokknum.
Mikilvægt er að vinna þessi drög að reglum í góðu samstarfi við sem flesta flokksmenn. Því hefur nefndin óskað eftir að vera með dagskrárlið á öllum kjördæmisþingunum í haust þar sem álitamál yrðu til umfjöllunar. Drögin verða svo lögð fyrir haustfund miðstjórnar flokksins til samþykktar. Í flestum sveitarfélögum verður því ferlið þannig að félagsfundur í framsóknarfélagi mun taka ákvörðun um framboð og aðferð við röðun lista og munu reglur um val frambjóðenda verða af fjórum gerðum, póstkosning, lokað prófkjör, uppstilling og opið prófkjör.
Þeir sem vilja koma á framfæri skriflegum ábendingum eða viðhorfum til nefndarinar er bent á að senda þær á netfangið framsokn@framsokn.is.