Categories
Fréttir Greinar

Uppbygging verk- og starfsnámsaðstöðu

Deila grein

23/05/2024

Uppbygging verk- og starfsnámsaðstöðu

Upp­bygg­ing verk- og starfs­námsaðstöðu um allt land hef­ur verið al­gjört for­gangs­atriði mitt sem mennta­málaráðherra. Mark­miðið er að byggja um 12.000 fer­metra við flesta verk- og starfs­náms­skóla á land­inu á næstu árum. Nú þegar hef­ur verið skrifað und­ir samn­inga um stækk­un Mennta­skól­ans á Ísaf­irði, Fjöl­brauta­skóla Norður­lands vestra, Verk­mennta­skól­ans á Ak­ur­eyri og Fjöl­brauta­skóla Suður­nesja um sam­tals allt að 5.800 fer­metra auk þess sem fram­kvæmd­ir við Fjöl­brauta­skól­ann í Breiðholti eru á næsta leiti. Til viðbót­ar verða nýj­ar höfuðstöðvar Tækni­skól­ans byggðar í Hafnar­f­irði.

Að auka fram­boð og fjöl­breytni iðnnáms hef­ur verið eitt af for­gangs­mál­um okk­ar á þessu kjör­tíma­bili og hef­ur það skilað sér í bæði auk­inni aðsókn og mik­illi umræðu um mik­il­vægi þess að byggja upp sterkt og öfl­ugt iðnnám um allt land. Það er liðin tíð að umræðan snú­ist um að iðnnám sé síðri val­kost­ur fyr­ir ungt fólk. Nú eru nýir tím­ar, aðsókn hef­ur aldrei verið jafn mik­il og vísa þarf hundruðum um­sækj­end­um frá ár hvert. Við verðum að gera bet­ur, það er ekki nóg að benda á mik­il­vægi þess­ara greina, við sem sam­fé­lag verðum að tryggja að þeir sem hefja nám geti lokið því og gera sem flest­um kleift að sækja sér nám sem þeir hafa áhuga á.

Við sem skóla­sam­fé­lag verðum að skapa um­hverfi inn­an skól­anna sem ger­ir þeim kleift að bregðast við fram­förum í tækni og þörf­um vinnu­markaðar­ins. Þessi áform okk­ar um upp­bygg­ingu og stækk­un starfs­námsaðstöðu er til marks um að við ætl­um að bregðast við þessu ákalli og þess­ari þörf. Hverj­um hefði dottið það í hug um alda­mót að raf­magns­bíl­ar yrðu jafn vin­sæl­ir og þeir eru í dag en breyt­ing á starfi bif­véla­virkja er ein­mitt gott dæmi um iðnnám þar sem heil starfs­stétt hef­ur þurft að bregðast við hröðum tækni­breyt­ing­um. Að sama skapi þurfa málm- og vél­tækni­grein­ar sí­fellt að færa sig nær tölvu­stýrðum verk­fær­um og svo mætti lengi telja. Við þurf­um að geta boðið upp á nám sem bregst við ákalli sam­tím­ans og horf­ir til framtíðar.

Rétt und­ir 50 þúsund manns vinna í iðnaði á Íslandi í dag og hef­ur upp­bygg­ing sjald­an verið jafn mik­il. All­ar okk­ar spár gefa sterk­lega til kynna að sú upp­bygg­ing komi til með að halda áfram á næstu árum og ára­tug­um. Við eig­um ekki og ætl­um ekki að sitja og bíða eft­ir að aðstaða til verk- og starfs­náms springi og biðlist­ar inn í verk­nám leng­ist enn frek­ar. Lát­um verk­in tala, sýn­um vilja í verki og lyft­um upp því öfl­uga fólki sem kem­ur til með að stunda verk- og starfs­nám í framtíðinni.

Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barna­málaráðherra.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 23. maí 2024.