Silja Dögg Gunnarsdóttir, alþingismaður Framsóknar í Suðurkjördæmi, hefur lagt fram þingsályktun á Alþingi „um að dómsmálaráðherra tryggi það að börn sem getin eru með tæknifrjóvgun eigi rétt á upplýsingum um uppruna sinn. Réttindi barns til að vita uppruna sinn vegi þyngra en nafnleynd sæðis- og eggjagjafa.“ Þetta kemur fram í yfirlýsingu hennar á dögunum.
„Lögin eins og þau eru í dag kveða á um algjöra nafnleynd sæðis- og eggjagjafa. Hvorki má veita gjafa upplýsingar um parið sem fær kynfrumurnar eða barnið né veita parinu eða barninu upplýsingar um gjafa,“ segir Silja Dögg.
„Silja Dögg segir að frumvarpið sé mikilvægt til að tryggja hagsmuni þessara barna. Mörg þeirra upplifi ákveðið tómarúm og djúpa þrá eftir því að vita meira um uppruna sinn,“ segir í frétt á vef Ríkisútvarpsins.
„Silja Dögg segir að frumvarpið sé mikilvægt til að tryggja hagsmuni þessara barna. Mörg þeirra upplifi ákveðið tómarúm og djúpa þrá eftir því að vita meira um uppruna sinn,“ segir í frétt á vef Ríkisútvarpsins.