Categories
Fréttir

Upptaka samræmdrar vísitölu neysluverðs

Deila grein

24/01/2017

Upptaka samræmdrar vísitölu neysluverðs

elsa_vef_500x500Elsa Lára Arnardóttir, alþingismaður Framsóknar, hefur lagt fram þingmál er varðar samræmda vísitölu neysluverðs.
Í tillögunni segir að Alþingi álykti að fela fjármála- og efnahagsráðherra að skipa starfshóp óháðra sérfræðinga sem greini kosti og galla þess að gera breytingar á útreikningi verðbólgu og verðtryggingar þannig að framvegis verði notuð samræmd vísitala neysluverðs í stað vísitölu neysluverðs.
Við greiningarvinnuna verði sérstaklega horft til þess hvernig verðbólga er mæld í helstu viðskiptalöndum Íslands og metið hvaða áhrif breytingin hefði á launakjör, lánakjör, stöðu verðtryggðra lána og vexti. Ráðherra flytji Alþingi skýrslu með helstu niðurstöðum eigi síðar en í september 2017.

Heimild: www.althingi.is