Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, alþingismaður, segir í yfirlýsingu að mikilvægt sé að hækka eigi fjárveitingu til viðhalds á Hvammsfjarðarlóinu og Tvídægurlínu. Eins og kunnugt er, vegna riðutilfella í Miðfirði, skapaðist mikil umræða um varnarlínur sauðfjársjúkdóma og viðhald í vetur.
„Mér fannst nauðsynlegt að fá svör við ýmsum spurningum í tengslum við þessi mál og sendi því fyrirspurn á matvælaráðherra,“ segir Lilja Rannveig.
„Svar ráðherra dregur fram með skýrum hætti hvaða varnarlínur eru á viðhaldsáætlun. Einnig kemur fram að framlög til viðhalds þessara varnarlína hafa lækkað á undanförnum árum.“
„Það er hins vegar mikilvægt að nú hefur verið ákveðið hefur verið að hækka fjárveitingu til viðhalds á Hvammsfjarðarlínu og Tvídægrulínu,“ segir Lilja Rannveig.
Yfirlýsingu Lilju Rannveigar í heild sinni má sjá hér að neðan:
– Varnarlínur sauðfjársjúkdóma – Í kjölfar riðutilfella sem komu upp í Miðfirðinum nú í vetur skapaðist mikil umræða um…
Posted by Lilja Rannveig on Föstudagur, 26. maí 2023
***
153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1826 — 1001. mál.
Svar matvælaráðherra við fyrirspurn frá Lilju Rannveigu Sigurgeirsdóttur um varnarlínur sauðfjársjúkdóma.
1. Hvaða varnarlínum sauðfjársjúkdóma hefur ráðherra ákveðið að skuli viðhalda, sbr. 12. gr. laga um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, nr. 25/1993, og hvernig flokkast þær í aðalvarnarlínur og aukavarnarlínur?
Ráðherra ákveður viðhald varnarlína að fengnum tillögum Matvælastofnunar þar um. Flokkun varnarlína í aðalvarnarlínur og aukavarnarlínur er skilgreind í auglýsingu nr. 88/2018, um varnarlínur vegna sauðfjársjúkdóma.
Fyrir árið 2023 hefur ráðherra samþykkt tillögur Matvælastofnunar um viðhald á eftirfarandi varnarlínum:
Tafla 1. Línur sem eru á viðhaldsáætlun 2023 og lýsing á staðsetningu þeirra.
Lína | Lýsing |
2. Kaldadalslína / Sogs- og Bláskógalína | Sog frá Ölfusá um Þingvallavatn og úr því um Ármannsfell í Hvalfjarðarlínu við Kvígindisfell. |
4. Hvalfjarðarlína | Úr Hvalfirði við Múlafjall um Hvalvatn að Kvígindisfelli að Brunnum við Uxahryggi í Hrúðurkarla við Þórisjökul. |
5. Snæfellslína | Úr Skógarnesi um Ljósufjöll í Álftafjörð. |
6. Hvammsfjarðarlína | Úr Hvammsfirði milli Þorbergsstaða og Hrútsstaða um Laxárdalsheiði í Hrútafjörð sunnan Fjarðarhorns. |
7. Gilsfjarðarlína | Úr Gilsfirði um Snartartungu í Bitrufjörð. |
9. Tvídægrulína | Úr Hvammsfjarðarlínu við Skeggöxl um Kvíslavötn og Arnarvatn stóra í Langjökul við Jökulstalla. |
10. Miðfjarðarlína | Úr Miðfirði um Miðfjarðarvatn í Arnarvatn stóra. |
12. Kjalarlína | Milli Langjökuls og Hofsjökuls. |
13. Héraðsvatnalína | Héraðsvötn og Austari-Jökulsá. |
17. Fjallalína | Jökulsá á Fjöllum. |
20. Reyðarfjarðarlína | Úr Reyðarfirði upp með þjóðvegi og þaðan upp í Áreyjatind. Úr Áreyjatindi í Sandfell og þaðan niður í Gilsá í Grímsá. Grímsá í mörk Vaðs og Geirólfsstaða og þaðan yfir í Hallormsstaðargirðingar í Gilsá í Gilsárdal í Löginn. |
24. Kýlingarlína / Tungnaárlína | Frá Botnjökli í Mýrdalsjökli um Mælifellssand í Torfajökul, frá Hábarmi um Kirkjufellsvatn í Tungnaá og þaðan að Jökulgrindum í Vatnajökli. |
26. Þjórsárlína | Þjórsá. |
2. Hver hefur kostnaður verið við viðhald varnarlína á landinu á árunum 2018–2022? Svar óskast sundurliðað eftir einstökum varnarlínum og árum.
Tafla 2. Samþykkt kostnaðaráætlun fyrir viðhald varnarlína árin 2018–2022 eftir einstökum varnarlínum og heildar raunkostnaður við viðhald varnarlína fyrir árin 2018–2022.
Lína | 2018 | 2019 | 2020 | 2021 | 2022 |
2. Kaldadalslína / Sogs- og Bláskógalína | 0 kr. | 3.700.000 kr. | 3.700.000 kr. | 1.700.000 kr. | 2.000.000 kr. |
4. Hvalfjarðarlína | 12.000.000 kr. | 11.000.000 kr. | 0 kr. | 500.000 kr. | 500.000 kr. |
5. Snæfellslína | 2.700.000 kr. | 3.700.000 kr. | 3.700.000 kr. | 4.700.000 kr. | 3.000.000 kr. |
6. Hvammsfjarðarlína | 3.800.000 kr. | 3.700.000 kr. | 3.700.000 kr. | 3.000.000 kr. | 3.000.000 kr. |
7. Gilsfjarðarlína | 850.000 kr. | 850.000 kr. | 1.600.000 kr. | 1.200.000 kr. | 1.200.000 kr. |
9. Tvídægrulína | 6.700.000 kr. | 9.000.000 kr. | 9.000.000 kr. | 4.500.000 kr. | 4.500.000 kr. |
10. Miðfjarðarlína | 4.000.000 kr. | 4.000.000 kr. | 5.000.000 kr. | 6.000.000 kr. | 6.000.000 kr. |
11. Vatnsneslína | 4.000.000 kr. | 5.000.000 kr. | 3.300.000 kr. | 4.200.000 kr. | 2.000.000 kr. |
12. Kjalarlína | 4.000.000 kr. | 4.300.000 kr. | 5.000.000 kr. | 4.300.000 kr. | 4.500.000 kr. |
13. Héraðsvatnalína | 0 kr. | 0 kr. | 0 kr. | 150.000 kr. | 200.000 kr. |
17. Fjallalína | 0 kr. | 50.000 kr. | 100.000 kr. | 100.000 kr. | 100.000 kr. |
20. Reyðarfjarðarlína | 500.000 kr. | 500.000 kr. | 9.250.000 kr. | 5.000.000 kr. | 5.000.000 kr. |
24. Kýlingarlína / Tungnaárlína | 0 kr. | 600.000 kr. | 600.000 kr. | 600.000 kr. | 800.000 kr. |
26. Þjórsárlína | 0 kr. | 0 kr. | 50.000 kr. | 50.000 kr. | 100.000 kr. |
SAMTALS ÁÆTLAÐ | 38.550.000 kr. | 46.400.000 kr. | 45.000.000 kr. | 36.000.000 kr. | 32.900.000 kr. |
RAUNKOSTNAÐUR | 40.547.832 kr. | 59.174.627 kr. | 52.789.478 kr. | 38.069.395 kr. | 33.199.172 kr. |
3. Hversu margir línubrjótar voru skráðir árið 2022? Svar óskast sundurliðað eftir einstökum varnarlínum.
Tafla 3. Heildaryfirlit yfir línubrjóta árið 2022 eftir varnarlínum, aldri og kyni línubrjóta.
Varnarlína | Ær | Veturgamalt | Hrútar | Lömb | Samtals |
Brúarárlína | 1 | 0 | 0 | 3 | 4 |
Gilsfjarðarlína | 6 | 2 | 0 | 7 | 15 |
Hamarsfjarðarlína | 2 | 0 | 0 | 8 | 10 |
Héraðsvatnalína | 2 | 0 | 0 | 3 | 5 |
Hvalfjarðarlína | 1 | 1 | 2 | 2 | 6 |
Hvalfjarðarlína og Sogs- og Bláskógalína | 3 | 0 | 0 | 3 | 6 |
Hvammsfjarðarlína | 3 | 6 | 0 | 6 | 15 |
Hvítárlína | 13 | 7 | 0 | 18 | 38 |
Jökulsárlína | 3 | 0 | 0 | 7 | 10 |
Kjalarlína | 6 | 0 | 0 | 11 | 17 |
Kjalarlína og Þjórsárlína | 1 | 0 | 0 | 2 | 3 |
Kjalarlína, Þjórsárlína o.fl. | 1 | 0 | 0 | 1 | 2 |
Kollafjarðarlína | 1 | 0 | 0 | 2 | 3 |
Lagarfljótslína | 4 | 1 | 0 | 5 | 10 |
Markarfljótslína | 1 | 0 | 0 | 1 | 2 |
Miðfjarðarlína | 9 | 1 | 0 | 13 | 23 |
Reyðarfjarðarlína | 2 | 0 | 0 | 4 | 6 |
Skjálfandalína | 4 | 1 | 0 | 7 | 12 |
Snæfellslína | 7 | 0 | 0 | 12 | 19 |
Tungnárlína | 4 | 4 | 0 | 12 | 20 |
Tvídægrulína | 4 | 3 | 0 | 10 | 17 |
Úr Húna- og Skagahólfi í Vesturlandshólf | 0 | 0 | 0 | 2 | 2 |
Úr Miðfjarðarhólfi og fór í Vesturlandshólf | 1 | 1 | 0 | 1 | 3 |
Úr Vesturlandshólfi yfir í Grímsnes- og Laugardalshólf | 1 | 0 | 0 | 2 | 3 |
Vatnsneslína | 0 | 2 | 1 | 2 | 5 |
Þjórsárlína | 4 | 1 | 0 | 7 | 12 |
Ekki skráð | 0 | 1 | 0 | 2 | 3 |
SAMTALS | 84 | 31 | 3 | 153 | 271 |
4. Hver er áætlaður kostnaður vegna fyrirhugaðs viðhalds varnarlína á yfirstandandi ári? Svar óskast sundurliðað eftir einstökum varnarlínum.
Tafla 4. Kostnaðaráætlun vegna viðhalds varnarlína 2023.
Lína | Kostnaðaráætlun 2023 |
2. Kaldadalslína / Sogs- og Bláskógalína | 2.500.000 kr. |
4. Hvalfjarðarlína | 600.000 kr. |
5. Snæfellslína | 3.500.000 kr. |
6. Hvammsfjarðarlína | 5.000.000 kr. |
7. Gilsfjarðarlína | 1.500.000 kr. |
9. Tvídægrulína | 8.000.000 kr. |
10. Miðfjarðarlína | 7.000.000 kr. |
12. Kjalarlína | 5.000.000 kr. |
13. Héraðsvatnalína | 250.000 kr. |
17. Fjallalína | 150.000 kr. |
20. Reyðarfjarðarlína | 5.500.000 kr. |
24. Kýlingarlína / Tungnaárlína | 1.000.000 kr. |
26. Þjórsárlína | 150.000 kr. |
SAMTALS | 40.150.000 kr. |
5. Hyggst ráðherra grípa til einhverra sérstakra aðgerða varðandi viðhald eða endurnýjun varnarlína milli Miðfjarðarhólfs og aðliggjandi varnarhólfa á yfirstandandi ári?
Í kjölfar þess að riðutilfelli komu upp í Miðfjarðarhólfi lagði Matvælastofnun fram tillögur um auknar fjárveitingar til viðhalds á Tvídægrulínu og Hvammsfjarðarlínu milli Vesturlandshólfs og Miðfjarðarhólfs svo mögulegt væri að skipta út verst förnu hlutum girðinganna og gera þær vel fjárheldar. Ráðherra samþykkti tillögur Matvælastofnunar um hækkun á fjárveitingu til viðhalds á Hvammsfjarðarlínu úr 3,5 millj. kr. í 5,0 millj. kr. og á Tvídægrulínu úr 5,0 millj. kr. í 8,0 millj. kr.