Categories
Fréttir

Varnarlínur sauðfjársjúkdóma

Deila grein

26/05/2023

Varnarlínur sauðfjársjúkdóma

Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, alþingismaður, segir í yfirlýsingu að mikilvægt sé að hækka eigi fjárveitingu til viðhalds á Hvammsfjarðarlóinu og Tvídægurlínu. Eins og kunnugt er, vegna riðutilfella í Miðfirði, skapaðist mikil umræða um varnarlínur sauðfjársjúkdóma og viðhald í vetur.

„Mér fannst nauðsynlegt að fá svör við ýmsum spurningum í tengslum við þessi mál og sendi því fyrirspurn á matvælaráðherra,“ segir Lilja Rannveig.

„Svar ráðherra dregur fram með skýrum hætti hvaða varnarlínur eru á viðhaldsáætlun. Einnig kemur fram að framlög til viðhalds þessara varnarlína hafa lækkað á undanförnum árum.“

„Það er hins vegar mikilvægt að nú hefur verið ákveðið hefur verið að hækka fjárveitingu til viðhalds á Hvammsfjarðarlínu og Tvídægrulínu,“ segir Lilja Rannveig.

Yfirlýsingu Lilju Rannveigar í heild sinni má sjá hér að neðan:

– Varnarlínur sauðfjársjúkdóma – Í kjölfar riðutilfella sem komu upp í Miðfirðinum nú í vetur skapaðist mikil umræða um…

Posted by Lilja Rannveig on Föstudagur, 26. maí 2023

***

153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1826  —  1001. mál.

Svar matvælaráðherra við fyrirspurn frá Lilju Rannveigu Sigurgeirsdóttur um varnarlínur sauðfjársjúkdóma.

     1.      Hvaða varnarlínum sauðfjársjúkdóma hefur ráðherra ákveðið að skuli viðhalda, sbr. 12. gr. laga um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, nr. 25/1993, og hvernig flokkast þær í aðalvarnarlínur og aukavarnarlínur?
    Ráðherra ákveður viðhald varnarlína að fengnum tillögum Matvælastofnunar þar um. Flokkun varnarlína í aðalvarnarlínur og aukavarnarlínur er skilgreind í auglýsingu nr. 88/2018, um varnarlínur vegna sauðfjársjúkdóma.
    Fyrir árið 2023 hefur ráðherra samþykkt tillögur Matvælastofnunar um viðhald á eftirfarandi varnarlínum:

Tafla 1. Línur sem eru á viðhaldsáætlun 2023 og lýsing á staðsetningu þeirra.

LínaLýsing
2. Kalda­dalslína / Sogs- og BláskógalínaSog frá Ölfusá um Þing­valla­vatn og úr því um Ármanns­fell í Hval­fjarðarlínu við Kvíg­ind­is­fell.
4. Hval­fjarðarlínaÚr Hval­f­irði við Múla­fjall um Hval­vatn að Kvíg­ind­is­felli að Brunn­um við Uxa­hryggi í Hrúður­karla við Þórisjök­ul.
5. Snæ­fellslínaÚr Skóg­ar­nesi um Ljósu­fjöll í Álfta­fjörð.
6. Hvamms­fjarðarlínaÚr Hvamms­firði milli Þor­bergs­staða og Hrútsstaða um Laxár­dals­heiði í Hrúta­fjörð sunn­an Fjarðar­horns.
7. Gils­fjarðarlínaÚr Gils­firði um Snart­artungu í Bitru­fjörð.
9. TvídægrulínaÚr Hvamms­fjarðarlínu við Skeggöxl um Kvíslavötn og Arn­ar­vatn stóra í Langjök­ul við Jökulstalla.
10. MiðfjarðarlínaÚr Miðfirði um Miðfjarðar­vatn í Arn­ar­vatn stóra.
12. Kjalar­línaMilli Langjökuls og Hofsjökuls.
13. HéraðsvatnalínaHéraðsvötn og Aust­ari-Jökulsá.
17. Fjalla­línaJökulsá á Fjöll­um.
20. ReyðarfjarðarlínaÚr Reyðarf­irði upp með þjóðvegi og þaðan upp í Áreyjatind. Úr Áreyjat­indi í Sand­fell og þaðan niður í Gilsá í Grímsá. Grímsá í mörk Vaðs og Geirólfsstaða og þaðan yfir í Hall­ormsstaðarg­irðing­ar í Gilsá í Gilsár­dal í Lög­inn.
24. Kýl­ing­ar­lína / Tungn­aár­línaFrá Botnjökli í Mýr­dalsjökli um Mæli­fellssand í Torfajök­ul, frá Hábarmi um Kirkju­fells­vatn í Tungn­aá og þaðan að Jökul­grind­um í Vatnajökli.
26. Þjórsár­línaÞjórsá.

     2.      Hver hefur kostnaður verið við viðhald varnarlína á landinu á árunum 2018–2022? Svar óskast sundurliðað eftir einstökum varnarlínum og árum.

Tafla 2. Samþykkt kostnaðaráætlun fyrir viðhald varnarlína árin 2018–2022 eftir einstökum varnarlínum og heildar raunkostnaður við viðhald varnarlína fyrir árin 2018–2022.

Lína20182019202020212022
2. Kalda­dalslína / Sogs- og Bláskógalína0 kr.3.700.000 kr.3.700.000 kr.1.700.000 kr.2.000.000 kr.
4. Hval­fjarðarlína12.000.000 kr.11.000.000 kr.0 kr.500.000 kr.500.000 kr.
5. Snæ­fellslína2.700.000 kr.3.700.000 kr.3.700.000 kr.4.700.000 kr.3.000.000 kr.
6. Hvamms­fjarðarlína3.800.000 kr.3.700.000 kr.3.700.000 kr.3.000.000 kr.3.000.000 kr.
7. Gils­fjarðarlína850.000 kr.850.000 kr.1.600.000 kr.1.200.000 kr.1.200.000 kr.
9. Tvídægrulína6.700.000 kr.9.000.000 kr.9.000.000 kr.4.500.000 kr.4.500.000 kr.
10. Miðfjarðarlína4.000.000 kr.4.000.000 kr.5.000.000 kr.6.000.000 kr.6.000.000 kr.
11. Vatns­neslína4.000.000 kr.5.000.000 kr.3.300.000 kr.4.200.000 kr.2.000.000 kr.
12. Kjalar­lína4.000.000 kr.4.300.000 kr.5.000.000 kr.4.300.000 kr.4.500.000 kr.
13. Héraðsvatnalína0 kr.0 kr.0 kr.150.000 kr.200.000 kr.
17. Fjalla­lína0 kr.50.000 kr.100.000 kr.100.000 kr.100.000 kr.
20. Reyðarfjarðarlína500.000 kr.500.000 kr.9.250.000 kr.5.000.000 kr.5.000.000 kr.
24. Kýl­ing­ar­lína / Tungn­aár­lína0 kr.600.000 kr.600.000 kr.600.000 kr.800.000 kr.
26. Þjórsár­lína0 kr.0 kr.50.000 kr.50.000 kr.100.000 kr.
SAMTALS ÁÆTLAÐ38.550.000 kr.46.400.000 kr.45.000.000 kr.36.000.000 kr.32.900.000 kr.
RAUNKOSTNAÐUR40.547.832 kr.59.174.627 kr.52.789.478 kr.38.069.395 kr.33.199.172 kr.

     3.      Hversu margir línubrjótar voru skráðir árið 2022? Svar óskast sundurliðað eftir einstökum varnarlínum.

Tafla 3. Heildaryfirlit yfir línubrjóta árið 2022 eftir varnarlínum, aldri og kyni línubrjóta.

VarnarlínaÆrVeturgamaltHrútarLömbSamtals
Brú­arár­lína10034
Gils­fjarðarlína620715
Ham­ars­fjarðarlína200810
Héraðsvatnalína20035
Hval­fjarðarlína11226
Hval­fjarðarlína og Sogs- og Bláskógalína30036
Hvamms­fjarðarlína360615
Hvítár­lína13701838
Jökulsár­lína300710
Kjalar­lína6001117
Kjalar­lína og Þjórsár­lína10023
Kjalar­lína, Þjórsár­lína o.fl.10012
Kolla­fjarðarlína10023
Lag­ar­fljótslína410510
Markarfljótslína10012
Miðfjarðarlína9101323
Reyðarfjarðarlína20046
Skjálf­andalína410712
Snæ­fellslína7001219
Tungnár­lína4401220
Tvídægrulína4301017
Úr Húna- og Skaga­hólfi í Vest­ur­lands­hólf00022
Úr Miðfjarðar­hólfi og fór í Vest­ur­lands­hólf11013
Úr Vest­ur­lands­hólfi yfir í Gríms­nes- og Laug­ar­dals­hólf10023
Vatns­neslína02125
Þjórsár­lína410712
Ekki skráð01023
SAMTALS84313153271

     4.      Hver er áætlaður kostnaður vegna fyrirhugaðs viðhalds varnarlína á yfirstandandi ári? Svar óskast sundurliðað eftir einstökum varnarlínum.

Tafla 4. Kostnaðaráætlun vegna viðhalds varnarlína 2023.

LínaKostnaðaráætlun 2023
2. Kalda­dalslína / Sogs- og Bláskógalína2.500.000 kr.
4. Hval­fjarðarlína600.000 kr.
5. Snæ­fellslína3.500.000 kr.
6. Hvamms­fjarðarlína5.000.000 kr.
7. Gils­fjarðarlína1.500.000 kr.
9. Tvídægrulína8.000.000 kr.
10. Miðfjarðarlína7.000.000 kr.
12. Kjalar­lína5.000.000 kr.
13. Héraðsvatnalína250.000 kr.
17. Fjalla­lína150.000 kr.
20. Reyðarfjarðarlína5.500.000 kr.
24. Kýl­ing­ar­lína / Tungn­aár­lína1.000.000 kr.
26. Þjórsár­lína150.000 kr.
SAMTALS40.150.000 kr.

     5.      Hyggst ráðherra grípa til einhverra sérstakra aðgerða varðandi viðhald eða endurnýjun varnarlína milli Miðfjarðarhólfs og aðliggjandi varnarhólfa á yfirstandandi ári?
    Í kjölfar þess að riðutilfelli komu upp í Miðfjarðarhólfi lagði Matvælastofnun fram tillögur um auknar fjárveitingar til viðhalds á Tvídægrulínu og Hvammsfjarðarlínu milli Vesturlandshólfs og Miðfjarðarhólfs svo mögulegt væri að skipta út verst förnu hlutum girðinganna og gera þær vel fjárheldar. Ráðherra samþykkti tillögur Matvælastofnunar um hækkun á fjárveitingu til viðhalds á Hvammsfjarðarlínu úr 3,5 millj. kr. í 5,0 millj. kr. og á Tvídægrulínu úr 5,0 millj. kr. í 8,0 millj. kr.