Þann 19. mars sl. var landsstjórnarfundur landssambands framsóknarkvenna haldinn á Akureyri. Mæting var góð á fundinn og erindi sem flutt voru afar lærdómsrík. Fyrst ber að nefna erindi Ársæls Arnarsonarar prófessors við HA þar sem hann fjallaði um heilsu og lífskjör barna og ungmenna, einnig kynnti Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra átakið „heforshe“ að lokum flutti Eygló Harðardóttir félags- og húsnæðismálaráðherra kynningu um kvennadeildarfund SÞ sem haldinn var í New York í gegnum Skype.
Eftirfarandi ályktanir voru samþykktar á fundinum:
Landsstjórnarfundur LFK haldinn á Akureyri laugardaginn 19. mars 2016 lýsir yfir þungum áhyggjum af stöðu geðheilbrigðismála barna- og unglinga á öllu landinu. Það er með öllu óásættanlegt að aðgengi að geð- og sálfræðiþjónustu skuli ekki standa öllum til boða sem þurfa að nýta sér þjónustuna vegna kostnaðar, sem er ómanneskjulegur.
Landsstjórnarfundur LFK haldinn á Akureyri laugardaginn 19. mars 2016 lýsir yfir stuðningi við uppbyggingu Landsspítala frá grunni nálægt búsetumiðju höfuðborgarsvæðisins, útreikningar sýna ótvírætt að hagkvæmara er að ganga í þá framkvæmd frá grunni. Einnig vill fundurinn benda á að í núverandi áætlunum er hvergi gert ráð fyrir fæðingardeild en ætlunin er að fæðingar- og sængurlegudeild verða áfram í 60 ára gamalli byggingu sem er með öllu óviðunandi, að því sögðu er mikilvægt að flýta því að koma núverandi húsnæði í ásættanlegt form þar til hægt verður að opna nýtt þjóðarsjúkrahús á nýjum stað.
Landsstjórnarfundur LFK haldinn á Akureyri laugardaginn 19. mars 2016 fagnar fyrirhuguðum úrbótum í húsnæðismálum með nýrri húsnæðisstefnu sem mun gagnast hvað mest efnaminni fjölskyldum sem nú þurfa margar hverjar að búa í allt of dýru leiguhúsnæði. Með stofnun sjálfseignarfélags/