Jóhanna María Sigmundsdóttir, alþingismaður, ræddi í störfum þingsins í vikunni hve fjölgun ferðamanna hefur verið mikil hér á landi á liðnu ári. Hátt í milljón ferðamanna á ári, og mikil aukning þeirra yfir vetrartímann. Áhyggjur af umgengni og ágangi á náttúruna og hvort við framleiðum næg matvæli til að mæta þessari aukningu og veita íbúum landsins lágmarksþjónustu, þá fellur öryggið í skuggann.
Mikilvægt er að stýra enn frekar ferðamönnum um landið, þ.e. að beina þeim á eftirtektarverða staði sem hafa ekki lent illa í ágangi af aðsókn ferðamanna.
Yfirlögregluþjónn á Hvolsvelli fór vel yfir að lögreglan væri of fáliðuð, því að fjölgun lögreglumanna hefur ekki haldist í hendur við þá gríðarlegu fjölgun ferðamanna sem nú er orðin og stefnir í að verða enn meiri.
„Um leið og við viljum auka tekjur og verðmæti landsins með heimsóknum ferðamanna megum við ekki gleyma undirstöðum eins og löggæslu og þá má aukning ferðamanna ekki bitna á þeirri þjónustu sem landsmenn greiða fyrir og eiga rétt á að fá,“ sagði Jóhanna María.
Að lokum sagði Jóhanna María: „Björgunarsveitir eru sjálfboðaliðasamtök og þó svo að fólk sem innan þeirra starfar launalaust geri það af heilum hug þá eigum við ekki að treysta svona mikið á þær sveitir eins og við gerum, treysta á að þær séu alltaf til taks til að bjarga þeim þætti í samfélagsstoðinni sem er í lamasessi. Fyrst við ráðamenn viljum hugsa fyrir uppbyggingu ferðaþjónustu í landinu megum við ekki gleyma stoðum og öryggi allra.“
Ræða Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur:
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.
Categories
Við uppbyggingu ferðaþjónustu má ekki gleyma stoðum og öryggi allra
27/02/2015
Við uppbyggingu ferðaþjónustu má ekki gleyma stoðum og öryggi allra