Categories
Fréttir Greinar

Vörður fullveldis

Deila grein

25/08/2025

Vörður fullveldis

Full­veldi Íslands varð ekki til fyr­ir til­vilj­un. Það er afrakst­ur langr­ar bar­áttu forfeðra okk­ar, sem höfðu skýra sýn og trú á framtíð Íslands. Það sem við höf­um í dag sem sjálf­stætt lýðveldi er til­komið vegna ákvörðunar og ábyrgðar þeirra sem komu á und­an okk­ur. Vörður full­veld­is, helstu áfang­ar sjálf­stæðis­bar­átt­unn­ar, minna okk­ur á að þjóð sem stend­ur á eig­in fót­um og tek­ur ábyrgð á sín­um mál­um, stend­ur á sterk­um grunni.

End­ur­reisn Alþing­is árið 1845, eft­ir ald­ir und­ir kon­ungs­valdi, var fyrsta stóra skrefið í átt til nú­tíma­sjálf­stæðis. Alþingi varð aft­ur vett­vang­ur þar sem rödd þjóðar­inn­ar fékk að heyr­ast. Með stjórn­ar­skránni 1874 var stigið næsta skref. Þótt vald þjóðar­inn­ar væri enn tak­markað var það tákn um að Íslend­ing­ar ættu að setja sín eig­in lög.

Heima­stjórn­in 1904 færði fram­kvæmda­valdið heim og með því feng­um við raun­veru­lega stjórn á okk­ar eig­in for­send­um. Það var ekki bara tækni­leg breyt­ing, held­ur staðfest­ing á því að við vær­um fær um að bera ábyrgð á sam­fé­lag­inu okk­ar. Þannig mótuðum við framtíðina sjálf sem þjóð.

Sam­bands­lög­in 1918 viður­kenndu Ísland sem full­valda ríki í kon­ungs­sam­bandi við Dan­mörku, með eig­in fána og laga­setn­ingu. Loka­skrefið kom svo árið 1944, þegar þjóðin sam­einaðist á Lög­bergi við Öxará og stofnaði lýðveldi með skýr­an vilja um að Ísland skyldi vera sjálf­stætt, frjálst og full­valda.

Við sem búum hér í dag þurf­um að horfa til þess­ara varða, ekki bara sem minn­is­varða um liðna tíð, held­ur sem sigra sem gerðust ekki af sjálfu sér. Því miður sést í sam­tím­an­um þróun sem vinn­ur gegn þess­um grunn­gild­um. Þrýst­ing­ur frá ákveðnum öfl­um hér­lend­is um að ganga í Evr­ópu­sam­bandið er til staðar. Til eru stjórn­mála­menn sem þrá hvað heit­ast að fram­selja vald þjóðar­inn­ar og áhrif til yfir þjóðlegra stofn­ana. Í stefnu­skrá rík­is­stjórn­ar Kristrún­ar Frosta­dótt­ur kem­ur fram að kjósa skuli um aðild­ar­viðræður við Evr­ópu­sam­bandið eigi síðar en 2027.

Á hvaða veg­ferð erum við sem þjóð, ef við erum til­bú­in að fram­selja áunnið vald forfeðra okk­ar úr landi? Ég tel að slíkt sam­ræm­ist ekki hags­mun­um Íslands. Við þurf­um ekki að af­sala okk­ur sjálf­stæði til að vinna með öðrum. Sam­starf á að byggj­ast á jafn­ræði og gagn­kvæmri virðingu, og slíkt er hægt að byggja upp meðal ann­ars með fríversl­un­ar­samn­ing­um á milli þjóða.

Við verðum að standa vörð um full­veldi okk­ar – ekki aðeins af virðingu við sög­una, held­ur til að tryggja framtíðina. Vörður full­veld­is minna okk­ur á að ef þjóð læt­ur und­an þrýst­ingi og gleym­ir rót­um sín­um, get­ur hún auðveld­lega tapað því sem erfitt var að vinna. En þjóð sem stend­ur með sjálfri sér og ræður för – hún á sér sterka og bjarta framtíð.

Anton Guðmundsson, odd­viti Fram­sókn­ar­flokks­ins í Suður­nesja­bæ.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 23. ágúst 2025.