Categories
Fréttir Greinar

126 milljarða tekjur í menningu

Deila grein

23/05/2023

126 milljarða tekjur í menningu

Ný­verið samþykkti Alþingi til­lög­ur mín­ar til þings­álykt­an­ir um mynd­list­ar­stefnu og tón­list­ar­stefnu til árs­ins 2030 ásamt því að samþykkja frum­varp um fyrstu heild­ar­lög­gjöf um tónlist á Íslandi. Mark­miðið er skýrt; að efla um­gjörð þess­ara list­greina til framtíðar.

Með mynd­list­ar­stefn­unni er sett framtíðar­sýn mynd­list­ar­um­hverf­is­ins til árs­ins 2030 með meg­in­mark­miðum um að á Íslandi ríki kraft­mik­il mynd­list­ar­menn­ing, að stuðnings­kerfi mynd­list­ar á Íslandi verði ein­falt og skil­virkt, að ís­lensk mynd­list verði sýni­leg og vax­andi at­vinnu­grein og að ís­lensk mynd­list skipi alþjóðleg­an sess.

Lagðar eru til mark­viss­ar aðgerðir til að ein­falda en að sama skapi styrkja stofn­ana- og stuðnings­kerfi mynd­list­ar og hlúa mark­viss­ar en áður að innviðum at­vinnu­lífs mynd­list­ar. Með því má bæta sam­keppn­is­hæfni fyr­ir­tækja og efla út­flutn­ing og markaðssetn­ingu á ís­lenskri mynd­list.

Ný tón­list­ar­stefna og heild­ar­lög­gjöf um tónlist er af sama meiði; að efla um­gjörð tón­list­ar­lífs­ins á Íslandi. Með lög­un­um hill­ir und­ir nýja Tón­list­armiðstöð sem stofnuð verður í ár og er ætlað að sinna upp­bygg­ingu og stuðningi við hvers kon­ar tón­list­ar­starf­semi sem og út­flutn­ings­verk­efni allra tón­list­ar­greina. Þar að auki mun miðstöðin sinna skrán­ingu, um­sýslu og miðlun ís­lenskra tón­verka. Með stofn­un Tón­list­armiðstöðvar er stigið stórt skref í átt­ina að því að veita list­grein­inni aukið vægi og til að greiða leið ís­lensks tón­listar­fólks, inn­an lands sem utan. Nýr og stærri Tón­list­ar­sjóður verður einnig að veru­leika. Mun hann sam­eina þrjá sjóði sem fyr­ir eru á sviði tón­list­ar. Lyk­il­hlut­verk hans verður að efla ís­lenska tónlist, hljóðrita­gerð og þró­un­ar­starf í tón­list­ariðnaði. Með til­komu sjóðsins verður styrkjaum­hverfi tón­list­ar ein­faldað til muna og skil­virkni og slag­kraft­ur auk­in veru­lega!

Í lög­un­um er sömu­leiðis að finna ákvæði um sér­stakt tón­list­ar­ráð sem verður stjórn­völd­um og tón­list­armiðstöð til ráðgjaf­ar um mál­efni tón­list­ar. Tón­list­ar­ráði er ætlað að vera öfl­ug­ur sam­ráðsvett­vang­ur milli stjórn­valda, Tón­list­armiðstöðvar og tón­list­ar­geir­ans enda felst í því mik­ill styrk­ur að ólík og fjöl­breytt sjón­ar­mið komi fram við alla stefnu­mót­un­ar­vinnu á sviði tón­list­ar.

Of­an­greint mun skipta miklu máli til að styðja enn frek­ar við menn­ingu og skap­andi grein­ar á land­inu og styðja vöxt þeirra sem at­vinnu­greina. Til marks um um­fang þeirra þá birti Hag­stof­an ný­verið upp­færða Menn­ing­ar­vísa í annað sinn. Sam­kvæmt þeim voru rekstr­ar­tekj­ur í menn­ingu og skap­andi grein­um rúm­lega 126 millj­arðar króna árið 2021 og hækkuðu um 5,6% frá fyrra ári. Þá starfa um 15.400 ein­stak­ling­ar á aldr­in­um 16-74 við menn­ingu, eða um 7,3% af heild­ar­fjölda starf­andi, sam­kvæmt vinnu­markaðsrann­sókn Hag­stof­unn­ar.

Ég er staðráðin í því að halda áfram að tryggja und­ir­stöður þess­ara greina þannig að þær skapi auk­in lífs­gæði og verðmæti fyr­ir ís­lenskt sam­fé­lag til framtíðar. Ég vil einnig þakka þeim kraft­mikla hópi fólks úr gras­rót­inni sem kom að fyrr­nefndri stefnu­mót­un, fram­lag þess skipti veru­legu máli.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra og vara­formaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 23. maí 2023.