Categories
Greinar

127 milljarða sókn í mennta- og menningarmálum

Unnið er að því dag og nótt að koma skóla­starfi í sem best­an far­veg. All­ir eru að leggja sig fram um að svo megi verða sem fyrst og for­gang­ur stjórn­valda er mennt­un. Framúrsk­ar­andi mennt­un er ein meg­in­for­senda þess að Ísland verði sam­keppn­is­hæft í alþjóðleg­um sam­an­b­urði. Verðmæta­sköp­un næstu ára­tuga mun í aukn­um mæli byggj­ast á hæfni, hug­viti, rann­sókn­um og ný­sköp­un. Þær öru tækni­breyt­ing­ar sem orðið hafa síðustu ár og kennd­ar eru við fjórðu iðnbylt­ing­una munu hafa áhrif á ís­lenskt sam­fé­lag og efna­hags­líf á næstu ára­tug­um. Tækni­fram­far­ir hafa vakið von­ir um að tæki­fær­um til að skapa ný og betri störf muni fjölga ört og lífs­gæði geti auk­ist á mörg­um sviðum sam­fé­lags­ins.

Deila grein

26/10/2020

127 milljarða sókn í mennta- og menningarmálum

Heims­far­ald­ur­inn hef­ur haft veru­leg áhrif á mennta­kerfið okk­ar. Unnið er að því dag og nótt að koma skóla­starfi í sem best­an far­veg. All­ir eru að leggja sig fram um að svo megi verða sem fyrst og for­gang­ur stjórn­valda er mennt­un. Framúrsk­ar­andi mennt­un er ein meg­in­for­senda þess að Ísland verði sam­keppn­is­hæft í alþjóðleg­um sam­an­b­urði. Verðmæta­sköp­un næstu ára­tuga mun í aukn­um mæli byggj­ast á hæfni, hug­viti, rann­sókn­um og ný­sköp­un. Þær öru tækni­breyt­ing­ar sem orðið hafa síðustu ár og kennd­ar eru við fjórðu iðnbylt­ing­una munu hafa áhrif á ís­lenskt sam­fé­lag og efna­hags­líf á næstu ára­tug­um. Tækni­fram­far­ir hafa vakið von­ir um að tæki­fær­um til að skapa ný og betri störf muni fjölga ört og lífs­gæði geti auk­ist á mörg­um sviðum sam­fé­lags­ins. Gjald­eyr­is­sköp­un þjóðarbús­ins hef­ur verið mikið auðlinda­drif­in. Skyn­sam­legt er að fjölga út­flutn­ings­stoðunum.

Verðmæta­sköp­un þarf í aukn­um mæli að byggj­ast á hug­viti, rann­sókn­um og ný­sköp­un til að styrkja stoðir hag­vaxt­ar til lang­frama. Mennt­un og auk­in hæfni er und­ir­staða sjálf­bærni, fram­fara og auk­inna lífs­gæða. Rík­is­stjórn sýn­ir vilja í verki í fjár­laga­frum­varp­inu og fjár­veit­ing­ar til mál­efna sem falla und­ir mennta- og menn­ing­ar­málaráðuneytið hækka um 11% milli ára og verða 127,2 millj­arðar kr. á næsta ári.

Auk­in fjár­fest­ing í mennt­un og vís­ind­um

Um 40% af fjár­veit­ing­um ráðuneyt­is­ins renna til há­skóla­starf­semi, sem er stærsti ein­staki mála­flokk­ur ráðuneyt­is­ins. Fram­lög til há­skóla- og rann­sókn­a­starf­semi hækka um 7% milli ára, þar sem bæði er um að ræða auk­inn bein­an stuðning við skóla­starfið og fjár­veit­ing­ar til ein­stakra verk­efna. Eitt af fyr­ir­heit­um í stjórn­arsátt­mála rík­is­stjórn­ar­inn­ar var að fram­lög til há­skóla­stigs­ins næðu meðaltali ríkja Efna­hags- og fram­fara­stofn­un­ar­inn­ar. Það hef­ur tek­ist og er það fagnaðarefni.

Auk­in fram­lög í Ný­sköp­un­ar­sjóð náms­manna nema 300 millj­ón­um kr. og 159 millj­ón­ir kr. fara í fjölg­un námsplássa í hjúkr­un­ar­fræði og fagnám fyr­ir sjúkra­liða. Þá er gert ráð fyr­ir veru­lega aukn­um fjár­veit­ing­um vegna stuðnings við náms­menn, þar sem 2021 verður fyrsta heila starfs­ár nýs Mennta­sjóðs náms­manna.

Fjár­veit­ing­ar til fram­halds­skól­anna aukast um 3,6% milli ára og verða 36,2 millj­arðar kr. Fjár­fest verður í marg­vís­leg­um menntaum­bót­um sem eiga að nýt­ast öll­um skóla­stig­un­um og fram­lög í rann­sókna- og vís­inda­sjóði hækka um 67% milli ára, úr 6,2 millj­örðum kr. í 10,3 millj­arða kr.

Auk­in viður­kenn­ing á gildi menn­ing­ar

Um­svif­in á sviði menn­ing­ar­mála aukast veru­lega milli ára. Fjár­veit­ing­ar til safna­mála hækka um 11%, þá nem­ur hækk­un til menn­ing­ar­stofn­ana 9% og menn­ing­ar­sjóðir stækka einnig um 9%. Meðal ein­stakra liða má nefna 300 millj­óna kr. fjár­veit­ingu vegna hús­næðismála Nátt­úru­m­inja­safns Íslands, 200 millj­ón­ir kr. til und­ir­bún­ings vís­inda- og upp­lif­un­ar­sýn­ing­ar fyr­ir börn og ung­menni og 225 millj­óna kr. aukn­ingu vegna tíma­bund­inn­ar fjölg­un­ar lista­manna­launa. Þessi tíma­bund­in hækk­un er ígildi auka­út­hlut­un­ar um 550 mánuði sem kem­ur til viðbót­ar við 1.600 mánuði sem al­mennt er út­hlutað skv. lög­um. Eyrna­merkt fjár­magn vegna lista­manna­launa verður því 905,6 millj­ón­ir kr. á næsta ári sam­kvæmt frum­varp­inu. Þá eru 550 millj­ón­ir kr. eyrna­merkt­ar mark­miðum og aðgerðum í nýrri kvik­mynda­stefnu sem kynnt verður á næstu dög­um.

Áfram er haldið að efla bóka­safna­sjóð höf­unda, sem greiðir höf­unda­rétt­höf­um fyr­ir af­not verka sinna, og eru fjár­heim­ild­ir hans aukn­ar um 75 millj­ón­ir kr. Þá er ráðgert að verja 25 millj­ón­um kr. til að efla starf­semi bóka­safna, og rann­sókn­ir og þró­un­ar- og sam­starfs­verk­efni á sviði bóka­safna- og upp­lýs­inga­mála. Á ár­inu 2021 verður unnið að aðgerðaáætl­un nýrr­ar menn­ing­ar­stefnu. Ég von­ast til þess að hún verði hvatn­ing og inn­blást­ur til þeirra fjöl­mörgu sem vinna á sviði ís­lenskr­ar menn­ing­ar til að halda áfram sínu góða starfi.

Fjár­laga­frum­varpið í ár sýn­ir glögg­lega mik­il­vægi mennta- og menn­ing­ar og hvernig er for­gangsraðað í þágu þessa. Hug­verka­drifið hag­kerfi reiðir sig á framúrsk­ar­andi mennta­kerfi. Við erum að fjár­festa í framtíðinni með því að for­gangsraða í þágu mennt­un­ar. Mennt­un er eitt mesta hreyfiaflið fyr­ir ein­stak­linga, þar sem tæki­fær­in verða til í gegn­um mennta­kerfið.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 24. október 2020.