Greinar
Jólakveðja frá Framsókn
Það eru að koma jól. Og eins og alltaf fyrir jólin síðustu ár, í ati þingsins, verður mér hugsað til þess þegar dýralæknirinn Sigurður Ingi fékk símtal seint að kvöldi aðfangadags um að lítil tík ætti í erfiðleikum með fæðingu. Á þessum tíma var ég ekki með fullkomna aðstöðu fyrir skurðaðgerðir þannig að ég bað fólkið um að koma með hundinn heim til mín. Síðar um nóttina framkvæmdi ég keisaraskurð á tíkinni sem fæddi heilbrigða hvolpa. Þessi minning frá jólanótt er mér alltaf kær.
Heimsmarkmiðin og Framsókn eiga samleið
Þegar grunnstefna Framsóknarflokksins er borin saman við Heimsmarkmiðin kemur ekki á óvart að mikill samhljómur er þar á milli og tengsl eru þar nú þegar við öll Heimsmarkmiðin á einn eða annan máta. Í 104 ára tilverutíð Framsóknar hafa umhverfis- og jafnréttismál verið í forgrunni og grunnstefin Vinna – Vöxtur – Velferð eiga vel við. Í grundvallarstefnuskrá Framsóknar kemur m.a. fram að Framsókn berst fyrir mannréttindum og virðingu fyrir einstaklingnum og hafnar allri mismunun sem gerir greinarmun á fólki. Það samræmist Heimsmarkmiðum nr. 1-6, 10 og 16. Þá kemur fram í stefnuskránni að Framsókn vill skynsamlega og sjálfbæra nýtingu á gæðum jarðar sem skaðar ekki hagsmuni komandi kynslóða og að allar innlendar náttúruauðlindir skuli óskorað lúta innlendri stjórn. Það samræmist markmiðum nr. 6-9 og 11–15.
Verjum störf og sköpum ný
Aðgerðin gengur út að auka möguleika einkaaðila sem hyggjast fara í nýungar í sínum rekstri við að nálgast lánsfjármagn með ríkisábyrgðum á lánum til atvinnuþróunarverkefna. Atvinnuþróunarverkefni þyrftu að vera skýr og afmörkuð verkefni til þróunar á vöru, þjónustu eða framleiðsluaðferð, geta skapað störf og aukið gjaldeyristekjur. Þannig myndu stjórnvöld deila áhættu af atvinnuþróun á óvissutímum með fjármálastofnunum og atvinnurekendum.
Sælustund á aðfangadagskvöld
Íslendingar búa að ríkulegri menningu sem hefur fylgt okkur um aldabil. Þjóðlög og rímur hafa ómað síðan á 12. öld og hugvit þjóðarinnar á sviði tónlistar er botnlaust. Tónlistin vekur athygli um víða veröld, safnar verðlaunum og viðurkenningum. Þátta- og kvikmyndaframleiðendur flykkjast til landsins og allir vilja upplifa andagiftina sem Íslandi fylgir. Með mikilli fagmennsku hefur tónlistarmönnum tekist að koma Íslandi á kortið sem tónlistarlandi – eitthvað sem við Íslendingar vissum auðvitað fyrir löngu.
Jöfn skipting fæðingaorlofs – Jafnréttismál
Að jafna rétt foreldra til töku á fæðingaorlofi er tímamótaáfangi og stórt jafnréttismál. Í sameiginlegri umsögn prófessors í félagsráðgjöf og dósents í félagsfræði við Háskóla Íslands um frumvarpið kemur meðal annars fram að lengingin á rétti foreldra til fæðingarorlofs sé tímamótaáfangi til hagsbóta fyrir fjölskyldur í þágu hagsmuna barna og foreldrajafnréttis. Þar af leiðir að með jafnri skiptingu á fæðingaorlofi komumst við skrefi nær jafnrétti kynja á vinnumarkaði, bæði hvað varðar laun og lífeyrisréttindi. Við eigum ekki að gefa eftir í þeirri baráttu.
Hugrekki stýrir för
Markmið ríkisstjórnarinnar hafa náðst að stórum hluta. Heilbrigðis- og menntakerfið hefur staðist prófið og ýmsar hagtölur þróast betur en óttast var. Á þriðja ársfjórðungi var einkaneysla t.d. meiri en víðast hvar þrátt fyrir sögulegan samdrátt. Auknar opinberar fjárfestingar ríkisins og aukin samneysla hafa gefið hagkerfinu nauðsynlegt súrefni. Nú ríður á, að við höfum hugrekki til að klára vegferðina sem mun að lokum skila okkur öruggum í höfn. Þótt hugrekki snerti bæði áræði og ótta er þessum tengslum ólíkt háttað. Án hugrekkis fetum við aldrei ótroðna slóð. Án ótta gerum við líklega eitt og annað heimskulegt. Leitin að jafnvæginu milli þessara tveggja póla er viðvarandi, sameiginlegt verkefni okkar allra.
Einmanaleiki er vandamál
Heilsufarsleg áhrif einmanaleika eru mikil en vaxandi fjöldi rannsókna bendir til að einmanaleiki auki líkur á alvarlegum sjúkdómum. Einmanaleiki flýtir fyrir öldrun, tengsl eru við hjarta- og æðasjúkdóma en einnig við vissar tegundir geðsjúkdóma, sjálfsvíga og minni vitsmunalegri getu. Einmanleiki eykur líkur á elliglöpum og Alzheimer. Í einverunni geta ýmsir draugar verið á kreiki. Þeir sem eru einmanna eru líklegri til að verða reiðari, bregðast við erfiðleikum með neikvæðni og kvíða og jafnvel í verstu tilfellum verða jaðarsett í samfélaginu. Því eru þessir einstaklingar líklegri til að styðja íhaldssamari eða öfgakenndar skoðanir í samfélaginu. Þeir sem eru einmanna upplifa samfélagið sem ógnandi og eru því mun stressaðri en aðrir og eiga erfiðara með svefn. Á heildina geta því einstaklingar sem eru einmana upplifað samfélagið sem hættulegt og ógnandi í einangrun sinni. Tækninýjungar og samfélagsmiðlanotkun eykur tilfinningu fólks fyrir því að það sé eitt og ýtir undir að líf þeirra sé ekki eins gott eins og annarra. Félagslegur samanburður og samkeppni hafa aukist sem heftir og kemur í veg fyrir samkennd fólks
Ólafur, ertu að grínast?
Áhrif faraldursins á afkomu bænda og afurðastöðva stafar af hruni í komu ferðamanna og breytinga á mörkuðum vegna sóttvarnaaðgerða. Þannig dróst sala á kjöti (alifugla-, hrossa-, svína-, nautgripa- og lambakjöti) saman um 9,1% á tímabilinu ágúst til október. Samspil aukins innflutnings erlendra búvara og hruns í komu ferðamanna skapar eitrað samspil á kjötmarkaði. Auk þess hefur komið upp ágalli í tollframkvæmd.
Við gefumst aldrei upp þótt móti blási
Í gömlu máltæki segir að þolinmæði vinni allar þrautir, en hitt er nær sanni að þrautseigjan geri það. Það dugar ekki alltaf að anda rólega þegar eitthvað bjátar á, heldur þarf að bretta upp ermar. „Trúðu á sjálfs þíns hönd, en undur eigi – upp með plóginn, hér er þúfa í vegi,“ orti Einar Ben í hvatningarljóði til þjóðarinnar fyrir 120 árum og þau skilaboð eiga enn við. Þannig mun slagurinn við heimsfaraldur aðeins vinnast ef við tökum saman höndum. Vinnum sem einn maður að því að tryggja heilsu almennings, velferð, atvinnustig og menntun þeirra sem erfa landið. Það síðastnefnda hefur tekist ótrúlega vel, enda hafa hagaðilar í menntakerfinu unnið náið saman, sýnt mikið úthald og þrautseigju. Það er því viðeigandi að þrautseigjan sé tilgreind sem eitt af gildum nýrrar menntastefnu sem nú er rædd á Alþingi.