Greinar
Íslenska iðnbyltingin
Stefnt er að því að frá og með næsta skólaári fái iðnmenntaðir sem vilja aðgang að háskólum, rétt eins og bókmenntaðir framhaldsskólanemar. Í því felst bæði sjálfsögð og eðlileg grundvallarbreyting. Önnur slík felst í nýrri aðferðafræði við vinnustaðanám iðn- og starfsnema en framvegis mun skólakerfið tryggja námslok nemenda, sem ráðast ekki af aðstæðum nema til að komast á starfssamning. Reglugerð í þessa veru verður gefin út á næstu dögum, en þetta er líklega stærsta breytingin sem orðið hefur á starfsmenntakerfinu í áratugi. Auknum fjármunum hefur verið veitt til tækjakaupa og til að bæta kennsluaðstæður í starfsmenntaskólum. Við höfum ráðist í kynningarátak með hagaðilum til að vekja athygli á starfs- og tækninámi, skólahúsnæði verið stækkað og undirbúningur að nýjum Tækniskóla er hafinn.
Mikilvægi norræns samstarfs fyrr og nú
Árið 1955 tók Norðurlandasamningurinn um félagslegt öryggi gildi. Þá höfðu farið fram viðræður um tolla- og efnahagsbandalag milli Norðurlandanna og Evrópuríkjanna en í júlí árið 1959 ákváðu stjórnvöld landanna að taka þau áform af norrænni dagskrá. Tíu dögum síðar náðu Danmörk, Noregur og Svíþjóð saman um Fríverslunarsamtök Evrópu (EFTA) en Finnland gerðist aukaaðili árið 1961. Ekki leið á löngu þar til Danir og Norðmenn sóttu um aðild að EBE, Efnahagsbandalagi Evrópu. Staðan innan EFTA breyttist og viðleitni norrænna landa til að gerast aðilar að EBE ýtti undir fastan sáttmála um norrænt samstarf. Úr varð að „Norræna stjórnarskráin“ var samþykkt í Helsinki hinn 23. mars árið 1962, svonefndur Helsingforssamningur. Þar var því slegið föstu að Norðurlandaráð skyldi fá tækifæri til að tjá sig um mikilsverð efni norrænnar samvinnu.
Eitt ár í lífi barns
Það kemur ekki á óvart að breytingum á fæðingarorlofinu sé komið í framkvæmd á vakt Framsóknarflokksins í ráðuneytinu. Framsóknarflokkurinn hefur á sinni vakt í þessu ráðuneyti stigið stór skref til að bæta réttindi verðandi foreldra, það var Páll Pétursson þáverandi félagsmálaráðherra sem kom því í lög árið 2001 að feður skyldu líka eiga rétt á að taka foreldraorlof. Það þótti mikilvægt að binda í lög rétt barnsins að fá að umgangast báða foreldra sína á fyrstu mánuðum lífs síns.
Jafnréttinu rigndi ekki yfir okkur
Nú erum við í miðri umræðunni um áframhaldandi framþróun fæðingarorlofsins og þá er holt að rifja upp að þrátt fyrir sameiginlegan rétt til fæðingarorlofs í fjölda ára voru alltof fáir feður sem nýttu sér réttinn fyrr en þeir fengu sjálfstæðan orlofsrétt. Rannsóknir sýna að fáar aðgerðir stjórnvalda hafa leitt til annarra eins framfara í jafnrétti kynjanna eins og sjálfstæður réttur foreldra til orlofs, sem komið var á 2001, jafnt á vinnumarkaði og inn á heimilum. Ýmsir telja að foreldrar ættu að geta að skipta orlofinu á milli sín eins og hverri fjölskyldu sýnist. Rökin fyrir því eru gjarnan að það muni svo miklu á tekjum, náum við einhvern tíma jafnrétti í launum ef fæðingarorlofinu verður skipt milli foreldra með þessum rökum?
Barnasáttmálinn brotinn – óþarfar aðgerðir á kynfærum barna
Dagur mannréttinda barna er í dag, 20. nóvember. Dagurinn er helgaður fræðslu um mannréttindi barna en Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna var samþykktur þennan dag fyrir 31 ári. Fyrir rúmu ári síðan skrifaði ég grein í tilefni þessa dags um þá tímaskekkju sem umskurður drengja er og hvernig slíkar aðgerðir samræmast ekki Barnasáttmálanum. Á Íslandi eru óþarfar og óafturkræfar aðgerðir á kynfærum barna enn leyfðar á börnum sem fæðast með ódæmigerð kyneinkenni og drengbörnum sem fæðast með dæmigerð kyneinkenni. Ódæmigerð kyneinkenni (intersex) er meðal annars þegar einstaklingur fæðist með kynfæri, æxlunarfæri og/eða litningamynstur sem falla ekki að dæmigerðum skilgreiningum á karl- eða kvenkyni. Aðgerðir á drengbörnum með dæmigerð kyneinkenni (umskurður) er þegar forhúð er skorin af lim oftast á nýfæddu drengbarni með beittum hníf. Hins vegar var umskurður stúlkubarna gerður refsiverður árið 2005.
Fjölskylduflokkurinn
Með jöfnun sjálfstæðs réttar feðra og mæðra til orlofstöku styrkist staða feðra til að nýta rétt sinn á vinnumarkaði, en rannsóknir sýna að viðhorf launþega er jákvæðara í garð fæðingarorlofs en viðhorf atvinnurekenda. Feður, hvort sem þeir búa með barnsmóður eður ei, verja nú mun meiri tíma í samveru og umönnun barna sinna en áður. Með lengingu á fæðingarorlofinu og auknum rétti feðra til orlofstöku má ætla að verið sé að tryggja betur rétt barna til samvista við við báða foreldra, enda er jafnrétti börnum fyrir bestu.
Nú er öldin önnur
Smitrakningarappið er ein af þeim tækninýjungum sem við höfum nýtt okkur í baráttunni við dreifingu kórónuverunnar. Það voru íslensk fyrirtæki og forritarar frá íslenskri erfðagreiningu sem buðu fram aðstoð sýna við uppbyggingu forritsins án endurgjalds. Það ber að þakka. Þessi íslenska uppfinning hefur komið sér vel við að rekja smitleiðir og mögulega komið í veg fyrir einhver hópsmit sem og varpað ljósi á þá snertifleti veirunnar sem annars hefði tekið drjúgan tíma að finna.
Minnumst myndhöggvarans Bertels Thorvaldsens
Bertel Thorvaldsen fæddist í Kaupmannahöfn árið 1770 og ólst þar upp. Faðir hans, Gottskálk Þorvaldsson, prestssonur úr Skagafirði, var fæddur árið 1741. Fór hann ungur til iðnnáms í Kaupmannahöfn og lærði myndskurð í tré og vann síðar við að skera út stafnmyndir á skip og höggva í stein. Móðir Bertels hét Karen Dagnes, fædd á Jótlandi 1735 þar sem faðir hennar var djákni. Þau hjónin bjuggu við frekar þröngan kost en snemma komu listrænir hæfileikar einkasonarins í ljós og hóf hann nám við Kunstakademiet eða Konunglega listaháskólann í Kaupmannahöfn árið 1781, aðeins 11 ára að aldri, og lauk þar námi árið 1793. Hlaut hann fjölda verðlauna og viðurkenninga fyrir verk sín, meðal annars ferðastyrk sem gerði honum kleift að fara til Rómar árið 1796. Borgin var þá háborg menningar og lista og bjó Thorvaldsen þar við góðan orðstír allt til ársins 1838 er hann flutti aftur til Danmerkur og var honum þá fagnað sem þjóðhetju.
Fjárfest í heilsu íbúa Norðurlandanna
Norðurlöndin eru framarlega á heimsvísu á sviði heilbrigðisrannsókna og hafa möguleika á að verða leiðandi á ákveðnum sviðum eins og í sérsniðnum lyfjum. Í slíkum rannsóknum er nýst við heilsufars- og lífsýnagögn sem mikið er til af í norrænu löndunum. Samt sem áður eru hindranir sem gera norrænum vísindamönnum erfitt fyrir að nýta sér þennan möguleika til fullnustu til þess að geta orðið leiðandi á heimsvísu. Reyndin er sú að það er erfitt að fá heilsufarsupplýsingar út úr skrám í hverju landi og það er erfitt að nota gögn þvert á landamæri. Heilsufarsupplýsingar eru mjög viðkvæmar og því er mikilvægt að tryggja persónuverndina. Öll norrænu löndin hafa löggjöf og vinnureglur sem gera rannsóknarfólki erfitt fyrir að nálgast þessar upplýsingar, deila þeim eða stunda samstarf þvert á landamæri.